Þetta sagði völva Vikunnar m.a. um síðustu áramót:


„Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það."


mbl.is Gengi bréfa bankanna 0 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ??

Ég les örugglega spá Völvunnar fyrir næsta ár !!

??, 13.10.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Sveitavargur

það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er

Varla mikill spádómur þetta...

Sveitavargur, 13.10.2008 kl. 20:20

3 identicon

Þetta aðeins er haft til að auka líkur að "spáin" verði rétt. Mjög algengt hjá ,,spáfólki" að hafa allar sínar spár þannig að þær geti orkað tvímælis eða a.m.k. verið metnir á nokkuð víðu bili. En annars voru hlutabréf byrjuð að lækka þó nokkuð um seinustu áramót og ,,spákarlarnir" í bönkunum spáðu líka áframhaldandi lækkun, en vissulega ekki ,,óendanlega" mikilli lækkun eins og raunin varð :P

Einar Óli (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband