Þorsteinn Kragh grunaður um smygl á 190 kíló af hassi

Þorsteinn Kragh í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins

Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á 190 kílóum af hassi sem fundust í húsbíl um borð í Norrænu á Seyðisfirði þann 10.júní. Þorsteinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag.

Í kjölfarið kærði hann gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið í gær.

Þorsteinn hefur ekki komið við sögu lögreglu í viðlíka málum áður en smyglið í Norrænu er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.

Það var aldraður Hollendingur sem kom með efnin til landsins en samkvæmt heimildum Vísis er hann þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Auk 190 kílóa af hassi fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni.

Þorsteinn Kragh er þekktur tónleikahaldari og flutti meðal annars inni Placido Domingo og José Carrears hingað til lands og var eini íslendingurinn sem viðstaddur var útför Luiciano Pavarotti.

Þorsteinn var einnig þekktur umboðsmaður á árum áður og var meðal annars umboðsmaður hljómsveitarinnar GCD með Bubba Morthens og Rúnari Júlíussyni.

Tekið af Vísi.is


mbl.is Annar handtekinn í húsbílasmygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svona að spá hvort þarna sé höfuðpaur á ferð sem óvart kemst upp um. Oftast eru það burðardýrin sem lenda í klandri. Dæmi þó eingan fyrr en allt liggur fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Ómar Ingi

Hann er bara grunaður samkvæmt heimildum visir.is

og allir saklausir uns sekt er sönnuð

En hver veit ?

Ómar Ingi, 5.7.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband