Áfram FRAM

 

FRAM tekur á móti KR á Laugardalsvellinum á sunnudag kl. 17:00 í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið. Lið FRAM er í ágætis málum er varðar meiðsli og leikbönn og ætti því Ólafur Þórðarsson að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Það gæti vel svo farið að Ólafur Þ. geri einhverjar breytingar á liðinu frá síðasta leik.
Andstæðingarnar KR eru án tveggja sterkra leikmanna, þeirra Sigmunds Kristjánssonar og Bjarnólfs Lárussonar sem verða báðir í leikbanni. En eins og alltaf, maður kemur í manns stað.
Stuðningsmenn FRAM ætla að hittast í FRAMhöllinni fyrir leik frá kl. 15:00 og aðalstyrktaðili okkar FL Group býður öllum þeim sem mæta í FRAM höllina á leikinn.  Léttar veitingar og góður félagsskapur í boði fyrir þá sem mæta!                                                                             

Leikur Man Utd og Chelsea veður sýndur beint á risaskjánum á veislusal FRAM.

Framsveitin öfluga sem hefur farið mikinn á undanförnum heimaleikjum verður örugglega á sínum stað.

Við hvetjum alla FRAM-ara nær og fjær til þess að mæta á völlinn og styðja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM FRAM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Fram Áfram Fram Áfram Fram!!!!! - Mantran mín í dag!!!!!!!!

Öskraðu fyrir mig drengur, öskraðu!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já allt reynt búin að finna lukktröll útí bæ vegna þess að við þurfum að vinna þenna leik , en þar sem KR álög liggja eins og mara á liðinu okkar þá þarf grettistak okkar leikmanna nr 12 uppí stúku argandi gargandi ÁFRAM FRAM allan tíman og þá er aldrei að vita hvað gerist

ÁFRAM FRAM ÁFRAM FRAM

of svo höldum við pínku pons me Val fyrir Lísu litlu sem verður með stút og narrtandi kinnina sína af sér þegar hún horfir á Val vinna FH

Ómar Ingi, 23.9.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

ÁFRAM VALUR!!!   Ekki hægt með nokkru móti að halda með fram og Liverpool???  Það bara gengur ekki saman :S   http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/319662/

Baldvin Jónsson, 23.9.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHA Já býrð með einum góðum og einum snarvitlausum semsagt

Nei ég segi bara svona

En þið haldið svo með KNICKS ekki satt því þá er All Good

Ómar Ingi, 23.9.2007 kl. 21:15

5 Smámynd: Ómar Ingi

jaja Baldvin

Rólegur

Liverpool vinnur mótið og meistó , Fram heldur sér uppi en gæti trúað að Valur tapi frækilega á móti HK og FH vinni 2 fallt.

Hvað svo verður veit nú engin ...

Ómar Ingi, 23.9.2007 kl. 21:19

6 Smámynd: Ómar Ingi

Já aldrei dottið í hafnarboltann

Sun og Heat og ekki Boston Celtic ?  hehe

já eitt morð fyrir svefnin er ágætt Inga

Ómar Ingi, 24.9.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband