Heilablóðfall : Munið ÞRJÚ FYRSTU SKREFIN


Heilablóðfall : Munið ÞRJÚ FYRSTU SKREFIN 

  
clip_image001


Vinur minn sendi mér þetta og hvatti til að senda áfram til að koma þessum áríðandi skilaboðum á framfæri.


Hvernig þekkir maður heilablóðfall:


vinkona mín sem var að fá heilablóðfall hrasaði við og datt og hún sannfærði viðstadda um að það væri allt í lagi með sig, hún hefði bara hrasað út af nýju skónum sínum. Síðar um kvöldið hringdi eiginmaður hennar og sagði að hún hefði látist og dánarorsökin væri heilablóðfall. Ef þeir sem voru með henni hefðu þekkt einkenni heilablóðfalls þá hefði kannski verið hægt að bjarga henni.  
Heilablóðfall dregur suma til dauða en lamar aðra.
Taktu þér smástund til að lesa eftirfarndi:


Taugasérfræðingur segist geta snúið við afleiðingum heilablóðfalls ef hann fær sjúklinginn nógu fljótt, galdurinn sé að greina blóðfallið og koma sjúklingnum á sjúkrahús innan þriggja klukkustunda.

HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞEKKJA HEILABLÓÐFALL
þrjú mikilvæg skref sem þú skalt muna:    
Sá sem vill komast að því hvort um heilablóðfall er að ræða á að spyrja þriggja einfaldra spurninga:  

B
* Biddu viðkomandi að BROSA.

T
*  Biddu manneskjuna að TALA, SEGJA EINFALDA SETNINGU Í SAMHENGI  (sólin skín í
    dag en í gær var rigning)
L
* Biddu hana/hann að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM UPP

{
ath    :  Annað merki um heilablóðfall: Biddu viðkomandi að reka út úr sér tunguna og ef hún er bogin til annarrar hliðarinnar getur það líka verið merki um heilablóðfall }

Ef viðkomandi á í vandræðum með eitt eða fleiri af þessum fyrirmælum hringdu þá í 112 og lýstu einkennunum.

Hjartasérfræðingur hefur sagt að ef allir sem fá þetta bréf sendi það til 10 manns muni það bjarga amk einu mannslífi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Prentaði þetta út og hengdi upp á mínum vinnustað.

Ágætur stðaur tilkynningartaflan.

Takk

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.9.2007 kl. 11:12

2 identicon

Flott að vita þetta. Takk!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband