Gaman Saman

 

kunningja sinn í Kaliforníu.

"Ég er að fara til La Jolla í næstu viku," sagði Guðmundur.

"Þú átt að segja La 'Hoj-a'!" greip Tom fram í.

"Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón hótelinu."

"Þú meinar El Ca 'Hóne' hótelinu!" leiðrétti Tom aftur.

"Úps, ég skil."

"Hvenær ferðu svo aftur til Íslands?" spurði Tom.

Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:

"Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí."

 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Tveir ljóshærðir menn leigðu saman litla íbúð. Eldur braust út í íbúðinni eina nóttina og þeir hlupu út á svalir.

"HJÁLP, HJÁLP," kallaði annar þeirra.

"Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman!" sagði hinn.

"Góð hugmynd," sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:

"SAMAN, SAMAN ."

 

----------------------------------------------------------------------------

 

Gunna gamla dó og Jón, maðurinn hennar, hringdi í lögregluna.

"Hvar býrðu í bænum?" spurði lögreglumaðurinn.

"Við syðri endann á Kalkofnsgötu," sagði Jón.

"Kakkoffs ..., úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig."

Eftir langa þögn sagði Jón: "Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?"

 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. "Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína," hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.

"Ég er enginn ræningi," urraði maðurinn hneykslaður. "Ég er nauðgari!"

"Guði sé lof," sagði Sigfús og andaði léttar. "Þrúða mín, þetta er til þín!"

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

"Þú kemur seint," sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.

"Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!"

"Hvað gerðir þú?" spurði sá dökkhærði.

"Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband