PARTY ZONE ´95 á Annan í Jólum

PARTY ZONE ´95 á Annan í Jólum
á JACOBSEN (sem mun bera heitið Tunglið/Rósenberg þetta eina kvöld).

Margeir - Árni E - Maggi Lego - Grétar G - Frímann - Andrés Nielsen og sérstakir gestir T-World.

 

Annað Party Zone´95 kvöld verður haldið á stærstu partý dagsetningu ársins, á annan í jólum, sem ber uppá laugardag þetta árið. Það gerðist eitthvað afar sérstakt þegar Party Zone´95 kvöldið var haldið á jónsmessunótt fyrr á þessu ári. Það gjörsamlega varð allt vitlaust þegar plötusnúðar Tunglsins og Rósenberg á árunum 1990-1995 spiluðu vínýl plötur þess tíma. Svo rosalegt var kvöldið að við höfum sjaldan fengið önnur eins viðbrögð við nokkru kvöldi sem við höfum haldið, og höfum við haldið þau nokkur.

Vegna fáránlegra margra áskoranna verða gömlu vinyl kassarnir dregnir aftur fram og dansstemmning frá árdögum danssenunnar 1990 til dansársins mikla 1995 rifjuð upp með öllu tilheyrandi.

Fram koma allir helstu plötusnúðar Tunglsins og Rósenbergkjallarans frá þessu magnaða tímabili. Tímabili þegar troðfullur Rósenberg kjallarinn var athvarf frumkvöðla danstónlistarinnar hér á landi helgi eftir helgi, tímabili þegar listamenn eins og Master at Work, Basement Jaxx, 808 State, Erick Morrillo, Party Zone kvöldin o.fl. stórviðburðir troðfylltu Tunglið. Ekki gleyma eftirpartíunum og rave partýinum út um allan bæ. Stórviðburðir eins og Björk/Underworld í Laugardalshöll OG Uxahátiðin um verslunarmanna helgina 1995 þar sem sagnfræðingar PZ segja að hafi verið hámark danssprengjunnar sem varð það sama ár. Aðalmálið er náttúrulega tíðarandinn, tískustraumar og hin frábæra tónlist sem kraumaði undir á þessum tíma sem vert er að minnast.

Það voru margir sem þurftu frá að hverfa í sumar þegar við stappfylltum Jacobsen.

ATH Sérstakur þemaþáttur verður á Rás 2, í dansþætti þjóðarinnar Party Zone um kvöldið kl 19:30 - 22:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband