4.11.2009 | 21:38
Svona er þetta þegar maður er búinn að gifta sig ....
þrjár konur hittast í saumaklúbb, ein á kærasta, önnur er trúlofuð en sú þriðja er harðgift, og búin að vera lengi. Þær eru allar sammála um að það hafi verið einhver kynlífsskortur í samböndum þeirra upp á síðkastið, kallarnir þreyttir þegar þeir koma heim úr vinnunni og lítil stemning almennt. Þær ákveða að reyna að leysa þetta vandamál og fara inn á Google og gúggla "sex crisis". Upp kemur grein eftir afar virtan bandarískan kynlífsfræðing, en í greininni er fullyrt að fátt sé betur til þess fallið að endurvekja neistann í sambandinu heldur en að klæðast níðþröngum svörtum latexgalla og koma þannig manninum á óvart þegar hann kemur úr vinnu. Í kjölfarið panta þær sér þrjá svarta latexgalla.
Í næsta saumaklúbbi ræddu þær árangurinn. Sú sem átti kærastann sagði: "Þetta er bara búið að vera með ólíkindum, kallinn hefur verið óstöðvandi síðan ég keypti þennan búning." Sú trúlofaða tók í sama streng og sagði: "Ég vissi bara ekki hvert kallinn ætlaði, við höfum meira og minna verið í rúminu síðan."
Gifta konan hafði nú aðra sögu að segja, og reyndar hafði hún bara klæðst búningnum einu sinni. Þegar hinar spurðu hana afhverju sagði hún: "Jú sko ég tróð mér í búninginn og var alveg tilbúin þegar kallinn kom heim úr vinnunni. Hann yrti hins vegar ekki á mig, henti sér bara beint upp í sófa, horfði á fréttirnar og Kastljósið og svo þegar veðurfréttirnar voru að klárast öskraði hann:
Hey Batman!! Hvað er í matinn?"
Í næsta saumaklúbbi ræddu þær árangurinn. Sú sem átti kærastann sagði: "Þetta er bara búið að vera með ólíkindum, kallinn hefur verið óstöðvandi síðan ég keypti þennan búning." Sú trúlofaða tók í sama streng og sagði: "Ég vissi bara ekki hvert kallinn ætlaði, við höfum meira og minna verið í rúminu síðan."
Gifta konan hafði nú aðra sögu að segja, og reyndar hafði hún bara klæðst búningnum einu sinni. Þegar hinar spurðu hana afhverju sagði hún: "Jú sko ég tróð mér í búninginn og var alveg tilbúin þegar kallinn kom heim úr vinnunni. Hann yrti hins vegar ekki á mig, henti sér bara beint upp í sófa, horfði á fréttirnar og Kastljósið og svo þegar veðurfréttirnar voru að klárast öskraði hann:
Hey Batman!! Hvað er í matinn?"
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.