Eurovisionpartý í Sambíóunum

 

Það hefur varla framhjá nokkrum manni að þessa dagana er Eurovision í gangi. Jóhanna Guðrún hefur staðið sig frábærlega í Moskvu og tekið sig einstaklega vel út á skjáum landsmanna en við hjá Sambíóunum viljum gera stelpuna stærri – alveg miklu stærri. Við ætlum að setja hana á hvíta tjaldið! Sambíóin ætla að bjóða öllum landsmönnum að horfa á keppnina í Sambíóunum Kringlunni. Verðið er ekki hátt, bara að taka með ekta íslenska Eurovision stemningu. Sýningin verður í fullri dínamík og eins gott að kókið sé í plastglösum því glerið myndi hreinlega brotna þegar Jóhanna skellir sér á háa c-ið. Hljóð og mynd verða því í bestu gæðum sem Ríkisútvarpið getur tryggt í útsendingu sinni. Síðast þegar Sambíóin sendu út atburð sem þennan út náðum við í Ólympíusilfur – Hvað gerist nú? „Sambíóin hafa gert það að stefnu sinni að bjóða öllum landsmönnum að gleðjast saman á stóratburðum í sjónvarpi – við trúum því að það myndist sterkir straumar í Kringlunni sem berast alla leið austur til Moskvu“ segir Alfreð Árnason framkvæmdastjóri Sambíóanna „Það hefði ekki mátt bíða lengur að koma Jóhönnu á hvíta tjaldið. Við ætlum að gera allt til þess að flottasta Eurovision partýið verði hjá okkur.“ Segir Einar Þráinsson tæknistjóri Sambíóanna 

Salurinn opnar klukkann 18:00 og eru gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband