5.5.2009 | 09:20
Loftleiðir
Föstudaginn 8. maí n.k. munu Sambíóin frumsýna heimildamynd um Alfreð Elíasson og Loftleiðir eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson.
Myndin segir frá nokkrum strákum sem með Alfreð í fararbroddi byrjuðu með tvær hendur tómar og gerðu Loftleiðir að stærsta viðskiptaævintýri Íslands á 20. öld. Saga Loftleiða var ævintýri líkust enda fóru þeir ótroðnar slóðir og hösluðu sér völl þar sem aðrir og stærri aðilar töldu sig eiga einkarétt. Ríkisflugfélög Evrópu reyndu ítrekað að bregða fæti fyrir Loftleiðir. Oft komust þeir Loftleiðamenn í hann krappan en sigurstundirnar voru líka margar. Loftleiðir voru með starfsemi um allan heim og eins og sagt var um breska heimsveldið á sínum tíma þá settist sólin aldrei hjá Loftleiðum, því svo útbreidd var starfsemi þeirra. Eftir að Loftleiðum var úthýst af innnanlandsmarkaði á Íslandi árið 1952 gerðu þeir heiminn að sínu markaðssvæði og urðu risafyrirtæki eins og áður segir. Sem dæmi um umsvif Loftleiða má nefna, að árið 1968 aflaði félagið ríflega þrefalt meiri tekna en allur togarafloti Íslands samanlagður. Loftleiðir voru fyrsta lágfargjaldaflugfélag heims. Alfreð Elíassonvarð fyrstur manna til að átta sig á því að með lægri fargjöldum mættiauka nýtingu í flugvélunum og þar með fá sama afrakstur af fluginueins og af flugi þar sem sæti eru seld hærra verði.En því miður voru örlög Loftleiða dapurleg og eru þau m.a. rakin í myndinni. Það er þó óhætt að segja að ennþá í dag byggir leiðakerfi Icelandair á grunni leiðakerfisins sem Loftleiðir byggðu upp á sínum tíma.
Myndin tók 4 ár í vinnslu og er tveggja klukkustunda löng. Við gerð myndarinnar var stuðst við bókina Alfreðssaga og Loftleiða, fundagerðir, kvikmyndir, ljósmyndir, blaðafyrirsagnir, auglýsingar og annað kynningarefni frá félaginu. Einnig kemur fram í myndinni fjöldi fólks sem vann hjá Loftleiðum eða tengist sögu þeirra á einhvern hátt. Myndin um Alfreð Elíasson og Loftleiðir er fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem sýnd verður í nýju háskerpu digital sýningarkerfi Sambíóanna.
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri að sjá þessa frábæru mynd sem er uppfull af fróðleik, skemmtilegum frásögnum, gömlum myndum og atburðarás sem aldrei hefur sést áður.
Sjá einnig:
http://www.facebook.com/l/afd28;http://sambioin.is/?pageid=10&movie_id=573
http://www.facebook.com/l/afd28;http://midi.is/bio/10/1790/
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
kvitt og knús
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.