Party Zone listinn fyrir mars mánuð.

Aðalmál þáttarins á laugardaginn verður Party Zone listinn fyrir mars mánuð.

 

Að venju stefnir í afar spennandi lista með lögum úr ýmsum áttum og má eiga von á því að listamenn eins og Depeche Mode, Tiga, Arno Cost, Gui Boratto, Peter, Björn & John, WhoMadeWho, Alexander Robotnick, Prins Thomas, Henrik Schwarz, DJ Hell, Detroit Experiment, Oculus, Friendly Fires, Faithless, Chacona & Filipsson, Laurent Garnier, Karoshi Bros, Gavin Herlihy, Mike Monday, Bottin, Tiefschwarz, Simian Mobile Disco, Milton Jackson, La Roux og margir fleiri berjist um sæti á listanum.

 

Einnig heyrum við nýtt íslenskt frá Orang Volante, múmían verður á sínum stað og við segjum ykkur frá Party Zone remix session númer 2 sem að er í bígerð.  Þeir sem vilja vera með í remix session 2 geta byrjað nú þegar að senda á okkur póst á pz@ruv.is<mailto:pz@ruv.is>

 

Við minnum á að remix session númer 1 er formlega lokið og öll remixin eru kominn inn á tonlist.is.

 

Einnig er hægt að hlusta á öll remixin að sjálfsögðu á síðunni okkar, pz.is

   

Kveðja,

Helgi & Kristján

Party Zone

Öll laugardagskvöld milli 19:30 og 22:00 á Rás 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband