Risa Party Zone kvöld á Nasa laugardagskvöldið 21.febrúar STEPHAN BODZIN

Risa Party Zone kvöld á Nasa laugardagskvöldið 21.febrúar STEPHAN BODZIN Ásamt Karíus & Baktus,  Oculus (live), Casanova vs Bigga Veiru (Gus Gus)

------------------------------------------------------------------------------------------------

PartyZone kvöld laugardagskvöldið 21. Febrúar á Nasa þar sem einn þekktasti plötusnúður techno senunar í heiminum Stephan Bodzin mun trylla lýðin.

Þannig að nú er kominn tími á að almenningur fái að upplifa Stephan Bodzin á túr sínum kringum heiminn í umturnuðu Nasa því að það verður bætt extra mikið í ljósabúnað, hljóðbúnað og síðan verða sett upp þrjú risa breiðtjöld inn á staðnum þar sem að Stephan Bodzin mun sjá um að varpa sínu þekkta vídeói sem að vekur alltaf mikla lukku á kvöldunum hans út um allan heim.

Stephan Bodzin er búsettur í Bremen í Þýskalandi og er DJ og Producer og á sitt eigið útgáfufyrirtæki að nafni Herzblut. Hann hefur spilað mikið og unnið undanfarið með Oliver Huntemann og Marc Romboy (sem einmitt spilaði á árslistakvöldi PZ í fyrra) ásamt því að hafa remixað lög eftir ekki ómerkari menn en Depeche Mode, Booka Shade og The Knife svo eitthvað sé nefnt. Menn í þessum bransa eru sammála um það að Stephan Bodzin tróni á toppinum í techno senuni út um allan heim og er hann mjög eftisóttur inn á alla stærstu klúbba í heiminum og eru TFA og PartyZone mjög þakklátir fyrir að hafa getað nelgt hann til íslands aftur. Það var í raun lítið mál þar sem hann kom hingað til lands árið 2007 og spilaði í lokuðu samkvæmi á vegum tölvufyrirtækisins CCP.   Það kvöld er öllum sem þar voru í fersku minni, enda setti hann Nasa á hliðina.  Nú gefst loksins öllum aðdáendum kappans og góðrar danstónlistar tækifæri að upplifa kappann.

Aðstandendur eru einnig mjög ánægðir með íslenska „lænuppið“ en Karíus&Baktus, Hjalti Casanova, Biggi Veira (GusGus) og Oculus (live act) munu sjá um að hita dansþyrsta íslendinga upp áður en fulltrúi þýska teknóaðalsins Stephan Bodzin stígur á svið.

Upphitun verður í dansþætti þjóðarinnar á Rás 2 fyrr um kvöldið þar sem við fáum Bodzin í heimsókn og smellum nokkrum miðum í loftið.

 

------

Party Zone kvöldin hafa í áraraðir setið á toppnum hvað varðar dansviðburði af þessu tagi. Hefur það alltaf verið stefna þeirra að halda fá, sterk og góð kvöld þar sem höfðað er til fólks sem hefur eyra og auga fyrir góðu partý af háum gæðaflokki.  Party Zone fagnar nýjum samstarfsaðilum á nýju ári. Nú nýverið hófum við samstarf við Gogoyoko, nýtt tónlistarsamfélag á netinu, sem væntanlegt er á árinu.  Gogoyoko mun verða viðloðandi viðburði þáttarins á næstu mánuðum og samstarf á netinu væntanlegt.   Ölgerðin er áfram aðalstyrktaraðili þáttarins og gera þeir í raun atburði sem þennan mögulegan.    TFA og Party Zone leiða hér saman krafta sína í fyrsta sinn og ef vel heppnast til er ætlunin að halda samstarfinu áfram.

------

 

Miðaverð í forsölu er 2.500 kr og 3.000 kr við hurð. Það er óhætt að segja að þeir sem ætli sér að nálgast miða á þetta legendery kvöld skuli gera það í forsölu því að það er stór hópur á íslandi búinn að bíða eftir þessum plötusn úð lengi.   Forsalan er í fullum gangi á www.midi.is<http://www.midi.is> og í verslunum Skífunnar.

 

Nánar:

Heimasíða Party Zone - www.pz.is<http://www.pz.is> Fréttatilkynning á - www.pz.is/plogg<http://www.pz.is/plogg>

My Space síða Stephan Bodzin -  http://www.myspace.com/stephanbodzin

Bodzin í Tel Aviv - http://www.youtube.com/watch?v=YJDFgvYuKw0

Gogoyoko - www.gogoyoko.com<http://www.gogoyoko.com>

TFA á MySpace - http://www.myspace.com/tfaevents

 

PS:

REMIX SESSION PARTY ZONE:   HERBERT GUÐMUNDSSON – CAN´T WALK AWAY .

Dansþáttur Þjóðarinnar, Party Zone, á Rás 2 setti af stað PZ Remix session í nóvember s.l. og er pælingin að fá master af gamalli íslenskri dægurperlu og hleypa raftónlistarmönnum nútímans í þá með það að markmiði að þeir endurhljóðblandi lagið.   PZ leitaði til Herbertar Guðmundssonar með þessa hugmynd og tók hann vel í þetta.  Hann lagði á borðið Multitrakkana af 80´s hittaranum "Can´t Walk Away".   Það hefur enginn fengið aðgang að þessum master fyrr, en Stúdíó Sýrland kom öllum 24 rásunum á multitrakknum á stafrænt form þannig að þátttakendur í remix session PZ gætu unnið með allar rásirnar.    Nú 2 mánuðum síðar er útkoman afar fjölbreytt safn af "remixum" frá mjög ólíkum hópi raftónlistarmanna, plötusnúða og áhugamanna heima í stofu.  Mixin 17, eru væntanleg á tonlist.is nú í febrúar.

 

 

bodzin póster


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband