9.2.2009 | 21:36
Stjörnugjöf á Kvikmyndirnar sem ég rýnt á þessa dagana í kvikmyndahúsum borgarinnar
Jæja ætla nú að reyna að hafa mig að rýna aðeins í kvikmyndirnar sem ég hef séð í kvikmyndahúsum borgarinnar uppá síðkastið og gefa einkunn 0 uppí 4 stjörnur.
Þar sem ég er að byrja ætla ég bara að skrifa niður setningu eða setningar og gjöfina , reyni að vera með ítarlegri dóma seinna ef ég á annaðborð nenni að halda þessu úti....
Slumdog Millionaire ****
Danny Boyle leikstjóra tekst að gera hið ómögulega að mínu mati sem er að gera góða bók að betri kvikmynd sem svo hefur unnið mikla sigra í verðlunum talið og mun hirða óskarinn sem besta kvikmynd og leikstjóra mark my words.
Curious Case Of Benjamin Button ****
Þessi kvikmynd er Forrest Gump nýrrar kynslóðar David Fincher er einn af mínum uppáhaldsleikstjórum og klikkar ekki með þessum gullmola er búin að sjá hana tvisvar og mun án efa sjá þessa aftur og aftur gott handrit og frábær leikstjórn skilar óaðfinnanlegum leik Pitt , Blanchett , Swindon og síðast en ekki síst Taraji P. Henson. Stórmynd í orðsins fyllstu merkingu.
My Bloody Valentine 1/2
Ömurleg tilraun til að gabba fólk í halda að þetta sé alvöru 3D kvikmynd , meira segja 18 ára sonur minn fannst hún glötuð og hann er í markhópnum sem myndin er gerð fyrir. Handrit og leikur er fyndið dæmi og eins og ungur maður sagði fyrir aftan mig þegar vinur hans kvartaði hey þetta er ágætis grínmynd marr.
Vicky Cristina Barcelona ***
Þessi kom mér skemmtilega á óvart , myndin er keyrð nokkuð hratt áfram miðað við kvikmynd frá Woddy Allen grínið er í aðalhlutverki þrátt fyrir að fjallað sé um sambönd karla og kvenna, þetta er kvikmynd sem hægt er að mæla með fyrir eldri kynslóðina, ég skemmti mér vel á þessari kvikmynd sem skartar hinum yndisfríðu scarlet johansen og Penelope Crus og fyrir konurnar er það Javier Bardem að lokum í einu af aðalhlutverkunum er svo borgin fallega á Spáni Barcelona.
Valkyrie **1/2
Brian Singer leikstjóri gerir hérna góða kvikmynd vandaða spennumynd sem er vel gerð en það sem gersamlega eyðileggur hana fyrir mér er Tom Cruise sem er alveg útá túni í þessu hlutverki og aldrei trúanlegur , þvílík synd.
Role Models *1/2
Ég hafði alveg gaman af henni á köflum, en samt alger steik og nánast bara fyrir unglinga.
Doubt ****
Hvað er hægt að segja um þessa annað en, hérna er hið ómögulega gert, metsölubók sem eftir er gert metsölu Broadway leikrit og svo sett í hendur hollywood sem oftar en ekki stútar svona efni.
Meryl Streep og Philip Seymor Hoffman fara á kostum og atriðin sérstaklega tvö þeirra sem gerast inná skrifstofu Streep eru MÖGNUÐ þvílíkur leikur , Amy Adams stimplar sig inn sem eina af efnilegustu leikkonum nýrrar hollywood kynslóðar leikkvenna og sú sem stelur senunni og ég vona að vinni óskarinn sem besta leikkonan í óskarnum Viola Davis skilar einhverju magnaðasta atriði í mörg ár á móti Streep er þær tala um aðstæður sonar hennar og framtíð ég fæ gæshúð bara að skrifa um þetta atriði.
Þetta er alls ekki kvikmynd sem unglingar sækja í, en allir unnendur góðra kvikmynda menninga og lista þó sérstaklega leikslistarinnar meiga alls ekki missa af þær verða fáar betri enn þessi í dramadeildinni í ár.
Sólskinsdrengurinn ****
Besta Íslenska heimildarmyndin sem gerð hefur verið.
Taken **1/2
Liam Neeson fer á kostum í mynd í anda gömlu hasarmynda síðan í 80´s , einfaldlega góð spennumynd en langt frá því gallalaus en eftir situr góð skemmtun með popp og kók og bros sem stækkar eftir því sem fleiri vondir kallar eru drepnir.
Seven Pounds *1/2
Fyrirsjánleg í alla staði og aum tilraun til þess að fá tilnefningu til óskars hjá Will Smith. Þessi kvikmynd er eiginlega fyrir engan enda sýnir aðsóknin það í flestum löndum þar sem hún hefur verið sýnd, því miður mikil vonbrigði.
Bedtime Stories **
Ekta kvikmynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna og Adam Sandler viftur verða ekki fyrir vonbrigðum , sonur minn 11 ára skemmti sér vel en ég var svona semi hress með Sandlerinn kannski bara of gamall.
Changeling ***
Clint Eastwood bara klikkar ekki ár eftir ár og er fyrir löngu búin að sýna fram á það að hann er einn af okkar bestu leikstjórum sem uppi eru í dag. Í þessari dramtísku kvikmynd klikkar Eastwood á því að teygja of mikið á þræðinum og fyrir vikið verður myndin of löng og þar með langdreginn eitthvað sem við sjáum alltof mikið af í kvikmyndum í dag.
Australia **
Baz Luhrman leikstjóri klikkar og gerir myndin svona 45 mín of langa og lætur síðan undan Fox og endurgerir lokaatriðið sem að mínu viti eyðileggur myndina , kvikmyndagerð hans taka og tónlist eru góð að venju en leikur Kidman er snubbóttur og Jackman er svona semi í lagi , þetta er þó langt frá því að vera stórmyndin sem hún atti að vera.
Rock N Rolla ***
Eftir tvær ömurlegar myndir í röð kemst Guy Ritchie í sitt gamla form og gerir hér frábæra strákamynd sem færir okkur hasar og húmor í bestu gerð.
Yes Man **1/2
Ég fór á þessa með miklar væntingar kannski of miklar en þetta er án efa ein besta kvikmynd Jim Carrey síðan Liar Lair og hin besta skemmtun , skilur ekkert eftir en hún á ekkert að gera það , hún skilar því sem hún á að skila að þú hlærð nánast samfleytt í 104 mínutur og gleymir því að Kommarnir eru komnir í stjórn.
Transporter 3
Ég hafði gaman af Transporter 1 svo kom Transporter 2 og var frekar slöpp en svo þetta, hreinasti viðbjóður og ætti að forðast fyrir allan aurinn sem hún er.
Open Season 2 / Skógarstríð 2 *1/2
Það var alger óþarfi að setja þetta í kvikmyndahús. Sonur minn gaf einkunina annars.......
Class ***
Skemmtilega öðruvísi frönsk kvikmyndagerð , kvikmynd sem fékk mig til að hugsa um sig lengi vel eftir sýninguna.
Bolt ***
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna , búin að sjá hana bæði með ís og ensku tali
Revolutionary Road ****
Sam Mendes hefur gert kvikmyndir á borð við American Beauty og Road To Perdition nú gerir hann einhverja albestu kvikmynd ársins 2009 eftir metsölubók, hér er allt sem prýða á stórmynd allt er vandað handrit , leikstjórn , leikur , kvikmyndataka , klipping , lýsing , settið og síðast en ekki síst hin frábæra tónlist Thomas Newman ofureinfalt en samt svo magnað pianostef. Leikurinn þeirra á milli Winslet og Di Caprio er alveg magnað fyrirbæri ekki furða að hann hafi valið Leo þrátt fyrir að þurfa að horfa uppá hann hamra ( í Þykistunni auðvitað og slefa uppí konuna sína ) en Sam Mendes er einmitt eiginmaður Winslet í raunveruleikanum.
Myndin er fyrir hugsandi fólk en ekki fyrir þá sem vilja bara sjá kojack bang bang án efa sú besta í ár sem ég hef séð já það er ekkert eins yndislegt að gleyma sér í myrkum kvikmyndasalnum og njóta kvkmyndalistarinnar eins og sjá má á listanum er eitthvað fyrir alla.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 10.2.2009 kl. 19:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Ja hérna... ég er bara nokkuð sammála þér um þær myndir sem ég hef séð!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.