Næst þegar þú ætlar að nota einnota Latex hanska þá er ekki annað hægt en að brosa þegar þú heyrir það sem hér fer á eftir:



Tannlæknirinn tók eftir að litla gamla konan sem var næst í stólinn hjá honum var ansi kvíðin svo hann ákvað að segja henni smá brandara til að róa hana
.

Hann setti á sig hanskana og spurði um leið hvort hún vissi hvernig svona hanskar væru búnir til.


Nei sagði hún.

Jæja hélt hann áfram,

það er verksmiðja í Kanada sem er með stóran fullan tank af Latex efni og verkamennirnir þar dýfa höndunum í tankinn með efninu, láta svo efnið þorna og fletta síðan af sér hönskunum og láta þá í kassa merkta viðkomandi stærð.


Gömlu konunni stökk ekki bros.

Jæja það mátti reyna, hugsaði tannlæknirinn.

Fimm mínútum seinna á meðan viðkvæmur hluti tannaðgerðarinnar stóð yfir, fór gamla konan að skellihlæja.

Hvað er svona skemmtilegt sagði tannlæknirinn.


Ó! Ég fór allt í einu að velta fyrir mér hvernig smokkar væru búnir til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Góður

Ingunn Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband