Hið árlega árslistakvöld útvarpsþáttarins PartyZone

 

Hið árlega árslistakvöld útvarpsþáttarins PartyZone er haldið þetta árið á Jakobsen, glænýjum stað sem kenndi sig áður við nafnið Rex. PartyZone er einn elsti útvarpsþáttur í íslensku útvarpi í dag og er þetta í 19. sinn sem þátturinn útvarpar árslista sínum. Hann hefur í áraraðir verið einn helsti vettvangur danssenunnar í ljósvakamiðlum á Íslandi.  Árslistinn verður á dagskrá Rásar 2 fyrr þetta kvöld frá 19:30 – 24:00.  Í þessum 4 og hálfs tíma þætti verður fluttur danstónlistarannáll ársins sem leið.  Aðalatriði verður árslistinn, topp 50, sem byggður er á vali plötusnúða landsins, hlustenda og pz listum ársins.

Gleðin á Jakobsen byrjar á slaginu kl 23:00 þegar dj-dúóið fknhndsm stíga á stokk. Þeir hafa verið uppteknir síðustu 2 ár við að þeyta plötum út um alla borg þ.á.m. á Kaffibarnum og Barnum sem var og hét.  Þeir hafa einnig verið duglegir við að flytja tónlist sína út fyrir landsteinanna og eigu góðu orðspori að fagna bæði í Oslo og New York.

Þegar hitna fer í kolunum að þá taka tvær kanónur danstónlistarinnar við partíinu. DJ Andrés og hinn norski Kangos Stein Massiv. DJ Andrés er hinni íslensku danssenu góðkunnugur en hann hefur verið iðinn við kolann síðan snemma á 10 áratug síðustu aldar á börum borgarinnar og nú nýlega gert hin ýmsu dansgólf snældubrjáluð sem annar hluti dj dúósins Már & Níelsen. Hinn norski Kangos Stein Massiv sem kennir sig einnig við nafnið Fjordfunk er einn helsti reynslubolti Norðmanna. Hann rekur sína eigin plötuútgáfu sem heitir Luna Flicks og hefur gefið út efni með ekki ómerkari mönnum en Mungolian Jet Set, Blackbelt Andersen og Lindström, sem og verið duglegur með sitt eigið efni á Trailerpark Recordings. Það má því búast við að við samnorrænu rassadilli stuði.

Hápunktur kvöldsins verður svo þegar Aeroplane frá Belgíu stíga á stokk. Þeir Stephen Fasano og Vito Da Luca hafa komið eins og stormsveipur inn í danssenuna í Evrópu og eru án efa það allra heitasta sem kom fram á liðnu ári. Þeir hafa remixað allt frá Grace Jones til Das Pop og voru duglegir við að senda frá sér sitt eigið efni á Eskimo Recordings sem þykir ein af allra ferskustu plötuútgáfunum í dag . Þeir eru eftirsóttasta dj dúóið í dag, spilandi fyrir troðfullum dansgólfum frá Cargo í London til Icon í Berlín. Þetta er tónlistar- og dansveisla sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Forsala á miðum í takmörkuðu magni er hafin á www.midi.is<http://www.midi.is> og í verslunum Skífunnar.  Forsölu verðið er einungis 1.500 kr.   Almennt miðaverð er 2.000. kr. http://midi.is/tonleikar/1/5417

Ekki missa af ársuppgjöri danssenunnar laugardagskvöldið 31.janúar á öldum ljósvakans og á nýjum eldheitum stað,  Jakobsen.

Nánar:

www.pz.ishttp://www.pz.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband