Sólksinsdrengurinn - umfjöllun

 

Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir hér sinni fyrstu heimildarmynd síðan hann gerði hina ódauðlegu Rokk í Reykjavík.

Þessi heimildarmynd er eins og framleiðendur og kvikmyndagerðarmaðurinn segir ferðalag. ferðalag með fjölskyldu Margrétar Dagmar og einhverfa syni þeirra Kela.

Myndin sýnir okkur leitina að svörum og leitina að meðferð sem honum hentaði og virkaði fyrir hann. Þess má geta að einstaklingar með einhverfu eru jafn misjafnir og þeir eru margir að vissu leiti er engin einhverfa eins aðeins svipaðar og eru einstaklingar greindir á svokölluðu einhverfisrófi.

Sumir eru mikið einhverfir og aðrir lítið einhverfir en flestir einhverfir einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera haldnir mikilli félagsfælni og eiga erfitt með að tjá tilfinningar og sjá hvernig öðru fólki líður,sumir eru haldnir snilligáfu og margir eiga sitt sérsvið sem þeir bera af í, til dæmis reikningi , tungumálakunáttu eða að læra hluti utan af , til dæmis vita allt um músik , kvikmyndir , landafræði osfv.

Þetta ferðalag sem við höldum í segir sig best sjálf á hvítu tjaldi kvikmyndahúsa og seinna á DVD osfv en þetta er án efa kvikmynd sem á eftir að fá verðskuldaða athygli um heim allan og er kærkomin gjöf til allra þeirra foreldra sem eru að ganga þau erfiðu spor að vera nýbúin að fá greiningu á barnið sitt.

Ég man það að þegar ég og fyrrverandi konan mín fengum greiningu á okkar dreng þá vissum við ekkert um einhverfu jú Raymond í Rain Man var hann ekki einhverfur og upplýsingar var ekki auðvellt að afla sér þessi kvikmynd verður mikið notuð spái ég,  í skólum í framtíðinni og svona mætti eflaust lengi telja upp.

Myndin er skemmtilega tekin og vel klippt og þess má geta að líllý hefur unnið mikið verk að klippa niður kvikmynd sem er þegar tökum lýkur 450 Mínutur af efni sem klippa þarf niður í tæplega 2 tíma kvikmynd.

Músikin er tær snilld enda í höndum Sigur Rós og endar myndin meira segja á einu af bestu lögunum þeirra að mínu mati laginu Árabát .

Þetta er auðvitað fyrst og fremst heimildarmynd en skemmtileg verður hún á köflum því að þessir sólskinsdrengir eru vissulega fyndnir. Þið takið eftir því að ég hef aðeins talað um drengi enda eru stúlkur í minnihlutahópi í þessum sjúkdómi og fjallað er um fjölskyldu í bandaríkjunum sem á 5 börn 3 drengi sem allir eru einhverfir og tvær stúlkur sem báðar eru heilbrigðar.

Já spurning hvað er eðlilegt kemur oft upp hjá foreldrum sem eiga fötluð börn.

Kvikmyndin er að mínu mati þrekvirki hjá öllum þeim sem að henni koma og frábær kvikmyndagerð í alla staði eins og áður sagði er myndin miklu meira fyrir fólk sem á einhverf börn eða eru aðstandendur einhverfs barns en persónulega fyndist mér að þessi kvikmynd ætti að vera sýnd öllum ungum krökkum í gagnfræðiskóla þau hefðu gott af því, myndin er i senn fræðandi skemmtileg og jafnvel sorgleg allvavega fékk undirtitaður tár í augun og oftar en einu sinni enda ferð sem kallaði fram minningar.

Án efa besta heimildarmynd sem gerð hefur verið af íslendingum , ég hvet sem flest til að sjá þessa einkar fallegu og góðu kvikmynd.

Ef ég væri að rýna til gagns sem fræðingur kvikmynda fengi þessi kvikmynd fullt hús stiga 4 stjörnur.

Nánar um myndina hérna á IMDB

http://pro.imdb.com/title/tt1343113/

Síða myndarinnar

http://www.solskinsdrengurinn.is/myndin.html

Sýnishornið

http://www.solskinsdrengurinn.is/small.php

Hvað er einhverfa

http://www.solskinsdrengurinn.is/hvad.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Ommi minn. Ég hlakka til að sjá þessa mynd, var að lesa viðtal við Friðrik í Lesbókinni, þetta er örugglega stórmerkileg mynd í alla staði. Kær kveðja og gangi þér vel með strákinn þinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Hannes

Er þetta bara ekki ein léleg Íslensk mynd í viðbót eins og allar hinnar sem búið er að framleiða?

Hannes, 10.1.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugavert.

Hrannar Baldursson, 10.1.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband