Börn Foreldrar jólagjöfin í ár , nú í fyrsta skipti á DVD

B&F kapa

 

BÖRN & FORELDRAR
3-DISKA VIÐHAFNARÚTGÁFA
 
 
MEISTARAVERK RAGNARS BRAGASONAR OG VESTURPORTS
sem hlotið hafa á annan tug verðlauna og viðurkenninga heima og erlendis koma nú í fyrsta sinn út á DVD í sérstakri 3-DISKA útgáfu hlaðinni aukaefni og í sérlega eigulegum pakningum.
 
Yfir 130 mínútur af áður óséðu efni!
 
AF KLIPPIGÓLFINU
33 áður ósýnd atriði sem varpa frekara ljósi á persónur og heim verksins. Með og án yfirlesturs Ragnars Bragasonar leikstjóra myndanna.
75 mínútur
 
VIÐTÖL VIÐ AÐSTANDENDUR
Ný viðtöl við helstu aðstandendur sem segja frá tilurð verksins, vinnsluferli og eftirminnilegum augnablikum.
30 mínútur
 
FLUGA Á VEGG
Upptökur (Behind-the-scenes) frá vinnsluferli myndanna.
25 mínútur.
 
YFIRLESTUR (Commentary) höfunda og aðalleikara
 
SUBTITLES Icelandic, English, Spanish & Danish
 


BÖRN

Börn er kraftmikil og harmþrungin saga úr jaðri íslensks nútímasamfélags sem varpar ljósi á sambönd foreldra og barna.
Karítas (Nína Dögg Filippusdóttir) er einstæð fjögurra barna móðir sem af örvæntingu reynir að ná endum saman, á meðan tólf ára gamall sonur hennar Guðmundur glímir við einelti. Eini vinur Guðmundar er öryrkinn Marinó (Ólafur Darri Ólafsson), sem er að missa tökin á raunveruleikanum. Þegar handrukkarinn Garðar (Gísli Örn Garðarsson) er útskúfaður úr undirheimum verður hann að örlagavaldi í lífi þeirra og leiðir þeirra allra fléttast saman á afdrifaríkan hátt.
Börn var í efstu sætum gagnrýnenda árið 2006 og hlaut einróma lof og verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim.
 
 
Copenhagen Int. Film Festival 2007
The Golden Swan Best Film

Transilvania Int. Film Festival 2007
Best Director

Zerkalo Int. Film Festival 2006
Best Actor Ólafur Darri Ólafsson

Edduverðlaun 2006
Besta Handrit

Courmayeur Noir 2006
Special Jury Prize
“Börn er áhrifamkið listaverk sem skilur áhorfandann eftir djúpt snortinn.”
Páll Baldvin Baldvinsson/DV
****

“CHILDREN makes tough but compelling viewing…
Reykjavik has never been shown like this before.”
Variety

“Íslenskt meistaraverk… Mynd sem allir ættu að sjá…
Ólafur H. Torfason/Rás 2
***

“Tímamótaverk í íslenskum kvikmyndum.”
Þórgnýr Helgason/Kvikmyndir.is
****

“Leikarahópur myndarinnar er stórkostlegur.”
Vignir Jón Vignisson/Topp5
****

Ólafur Darri skapar ógleymanlega persónu í íslenskri kvikmyndasögu”
Sigríður Pétursdóttir/Rás 1

Nýjum hæðum er náð hvað kvikmyndaleik og samtöl varðar”
Heiða Jóhannsdóttir/Mbl
****



FORELDRAR

Í Foreldrum eru athyglinni beint að hlutverkum uppalanda í úthverfum hinna velmegandi.
Óskar (Ingvar E. Sigurðsson) er bældur tannlæknir á Arnarnesinu. Draumar hans um að eignast barn verða að engu þegar hann kemst að því að konan hans hefur logið að honum í fjölda ára. Einar (Víkingur Kristjánsson) er farsæll verðbréfasali en vinnuárátta hefur eyðilagt hjónaband hans og samband hans við dóttur sína. Katrín Rós (Nanna Kristín Magnúsdóttir) snýr heim frá Svíþjóð eftir margra ára dvöl ákveðin í að hefja nýtt líf. Hún reynir að vinna aftur virðingu 11 ára sonar síns sem hún yfirgaf.
Líf þeirra skarast og þau uppgötva hver á sínum krossgötum að til að uppfylla vonir sínar um hamingjuríka framtíð, verða þau að horfast í augu við fortíðina.
 
 
Edduverðlaun 2007
Besta mynd, Besti Leikstjóri, Besti leikari í aðalhlutverki, Besta Leikkona í aðalhlutverki, Besta handrit, Besta Kvikmyndataka
 
OFFICIAL SELECTION
Rotterdam
Karlovy Vary
Raindance
 
 
“Ferskur straumur inn í íslenska kvikmyndagerð”
Morgunblaðið
****

“Leikararnir fara á kostum.”
DV
****

“Nýtt viðmið í Íslenskri kvikmyndagerð.”
Fréttablaðið
****

“Foreldrar eru áhrifamikið verk.
Sigríður Pétursdóttir/Víðsjá RUV

“The work of cinematographer Bergsteinn Björgúlfsson is beautiful.”
Europeanfilms.net

Ingvar E.Sigurðsson galdrar fram einstaka persónu”
Morgunblaðið
****

“Nanna Kristín sýnir magnaðan leik”
Fréttablaðið
****


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband