14.11.2008 | 20:34
Maðurinn hafði fundið aðra
Maðurinn hafði fundið aðra - svo hún átti að flytja út.
Hún eyddi fyrsta deginum í að pakka öllu niður í kassa.
Næsta dag kom fluttningabíllinn og sótti allt dótið.
Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drak flösku af Chardonnay.
Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð
rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum !
Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.
Þegar maðurinn kom tilbaka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir
ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta.
Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út.
Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega kanski voru þar dauðar mýs og rottur, teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.
Meindýravörnin var kölluð til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga.
Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega.
Ekkert hjálpaði.
Vinirnir hættu að koma í heimsókn.
Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu.
Húshjálpin sagði upp.
Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.
Fyrrverandi - eiginkonan hringdi til mannsins og spurði hvernig gengi.
Hann sagði henni söguna um rotna húsið.
Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur.
Maðurinn var viss um að, ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við konuna að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.
Hún samþykkti það.
Viku seinna stóðu maðurinn og kærastan í húsinu í síðasta sinn -
þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningsbíllinn kom og sótti allt þeirra dót
til að keyra því yfir í nýja húsið.
- þar á meðal gardínustöngunum!!!!
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Ertu ekki að tala um þína fyrrverandi?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.11.2008 kl. 20:36
Þú talar eins og bara ein komi til greina HAHAHAHA
Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 20:44
Það er rétt ég geri ráð fyrir því að engar konur með fullu viti vilji þig en það er allt í lagi þær vilja mig ekki heldur.
Kveðja Skattborgari hinn forljóti.
Skattborgari, 14.11.2008 kl. 20:49
HAHAHAHAHA
Þú ert svo hressilega klikkaður og mislyndur með endemum
Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 20:52
Hehehehe ég veit það enda þarf nokkra svona einhleypa rugludalla eins og mig til að lífga upp á bloggið. Það er eitt sem ég hef lært og það er að láta KVENNFÓLK alveg í friði.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.11.2008 kl. 20:56
hahahahaha
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:07
Þessi er ótrúlega góður..... Hefði viljað detta þetta í hug þegar ég skildi og flutti út...
Helga Dóra, 14.11.2008 kl. 21:33
Helga enn hvað ég er heppinn að vera laus við kellingar og hafa alltaf verið.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 14.11.2008 kl. 21:34
Er ekki bara spurning að fara kíkja útúr skápnum Skatti
Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 22:38
HHHHHaaaaaaaaaaa Góóóóððður
Kjartan Pálmarsson, 14.11.2008 kl. 22:38
ó mæ god þetta er snilld
Guðríður Pétursdóttir, 14.11.2008 kl. 22:43
Ómar því betur sem ég kynnist konum því betur skil ég homma þó að ég fái martröð við tilhugsunina um að sofa hjá karlmanni.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.11.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.