Jói bóndi

  

Jói bóndi var að stefna flutningafyrirtæki fyrir meiðsl sem hann hlaut í slysi við einn af bílum þess.

Fyrir rétti var lögfræðingur fyrirtækisins að spyrja hann spjörunum úr: "Sagðirðu ekki, á vettvangi slyssins að það amaði ekkert að þér?"

"Jú," segir Jói, "en þannig var að ég var að setja Bessý, uppáhalds merina mína……………"

"Ég var ekki að biðja þig að fara út í smáatriðin," greip lögmaðurinn fram í. "Svaraðu bara spurningunni."

"Já, ég var búinn að setja Bessý inn í bílinn og var að keyra………………"

"Geturðu ekki svarað spurningunni?

Ég bað þig að svara einfaldri spurningu svo við gætum komist til botns í þessu máli.

Sagðirðu ekki að það amaði ekkert að þér eftir slysið?

Háttvirtur dómari, þessi maður sagði við lögreglumann á vettvangi slyssins að það amaði ekkert að sér, en nú, nokkrum mánuðum síðar, stefnir hann skjólstæðingi mínum á þeim forsendum að hann hafi stórslasast.

Ég held að hann sé svindlari. Viltu vinsamlega biðja hann að svara spurningu minni með já eða nei."

En dómarinn hafði áhuga á sögunni hans Jóa um merina. "Ég er forvitinn að vita hvernig merin kemur inn í þetta, segðu söguna Jói."

"Nú, eins og ég var að segja þá er ég kominn með merina upp í bílinn minn og var að keyra eftir veginum, áleiðis norður, þegar þessi flutningabíll kemur aðvífandi og skellur inn í hliðina á mér.

Nú, ég kastast út úr bílnum og út í skurð og merin kastast enn lengra og ofan í annan skurð.

Ég ligg þarna stórslaður og heyri merina veina af kvölum þegar ég heyri skothvell og síðan ekkert meir fyrr en lögreglumaður kemur að mér og segir:

"Merin var svo illa slösuð að ég varð að skjóta hana,..... hvernig líður þér?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

 Góðððððuuurr!!!!!!!

Himmalingur, 5.11.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband