Löggan gerir þetta stundum líka

 

Já Geir er farinn að setja sig í spor löggunnar og skoarar á glæpamennina sem stálu peningum af þjóðinni til að gefa sig fram og skila fjármununum sem þeir námu á brott með sér rétt áður en þeir sáu að allt var að fara fjandans til og þá er aðeins talað um þá peninga ekki peningana sem faldir hafa verið í gegnum tíðina á eyjum sem flestir vita hverjar eru nema þeir sjálfir enda ekki mikið minni þegar að peningum né siðferði kemur.

Ég tek undir með Geir og skora á glæpamennina eins og margir kalla þessa kumpána í dag að skila til þjóðarinnar því sem stolið var. Nú eða hreinlega að skila sér til landsins og hreinsa nöfn sín af ásökunum sem þessum.

 Hér er dæmi um áskorun Lögreglu ......

Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram

Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. Síminn hjá lögreglunni í Reykjavík er 444-1000.


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Manstu Ávöxtunarmálið? Það var fjármálafyrirtæki sem var látin rúlla, margir töpuðu peninga  og eigandinn Ármann Reynisson fékk fangelsisdóm.

Ef allir væru jafnir fyrir lögum, verður sennilega mikið að gera hjá lögfræðinga og dómarastéttin á næstu missirinn.

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já ég man eftir þessu og já það yrði mikið og verður vonandi nóg að gera hjá Lögfróðum dómurum á næstunni.

Ómar Ingi, 24.10.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband