Kreppubrandarar:

Hvað kallast fimm bankastjórar á hafsbotni?

Góð byrjun.

Breska blaðið Daily Mail hefur tekið saman það sem kalla má kreppubrandara til að létta aðeins geðið hjá fólki á þessum síðustu og verstu tímum. Hér eru nokkrir þeirra.

Hvernig skilgreinir þú bjartsýni í dag? Bankastarfsmaður sem straujar fimm skyrtur á sunnudegi.

Afhverju eru fasteignasalar hættir að horfa út um gluggan fyrir hádegi? Svo þeir hafi eitthvað að gera eftir hádegið.

Hver er munurinn á stjórnenda fjárfestingarbanka og dúfu? Dúfan getur enn sett mark sitt á Ferrari-bíl.

Fjármálakreppan hefur komið mér aftur á lappirnar. Það er búið að taka af mér bílinn.

Hvað segir þú við forstjóra vogunarsjóðs sem getur ekki selt neitt? Ég ætla að fá einn Big Mac með frönskum.

Heyrt á bar á Wall Street: "Þessi fjármálakreppa er verri en skilnaður. Ég haf tapað helmingi eigna minna en sit samt uppi með konuna.

Hver er munurinn á Robert Peston viðskiptaritstjóra BBC og guði? Guð heldur ekki að hann sé Robert Peston.

Maður kemur að máli við bankastjóra sinn og segist vilja stofna smáfyrirtæki. Hvernig geri ég það? "Einfalt," segir bankastjórinn. "Þú kaupir stórfyrirtæki og bíður svo aðeins.

Hvað er sameiginlegt íslenskum banka og íslenskum stripplingi? Báðir eru með dýrmætustu eigur sínar frosnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband