Spurningin dagsins : Er Samfylkingin í vasa Baugs ?

 Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag greinir frá því að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi hitt Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs á fundi í London. Eiginkona Jóns Ásgeirs segir í aukasetningu í fréttinni að þeim hjónum sé í mun að bjarga þúsundum Breta frá atvinnuleysi.Fréttin er dulkóðuð í besta Baugsstíl. Viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Philip Green, er sagður hafa átt frumkvæðið að fundinum til að ræða efnahagsástandið á Íslandi. Eigur Green á Bretlandi eru að brenna upp en hann á engra hagsmuna að gæta á Íslandi. Fréttabaugsblaðið vill hins vegar að við trúum því að Green hafi sérstakar áhyggjur af Íslandi.„Green er áhyggjufullur eins og allir. Hann er með þúsundir manna í vinnu, eins og við, og er mikið í mun að ekki fari illa því það gæti haft slæm áhrif," er haft eftir eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjörgu Pálmadóttur. Lykilorðin eru í aukasetningunni „eins og við."Núna heitir það hjá þotuliðinu að það sé með þúsundir manna í vinnu. Og viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar á vitanlega að hjálpa til við að bjarga Bretum frá atvinnuleysi. Algjört aukaatriði er að Baugur verður gjaldþrota ef Bretarnir missa vinnuna. Þeim Baugshjónum er umhugað um það eitt að sem flestir haldi vinnunni sinni, samanber umhyggju þeirra fyrir starfsfólki Glitnis hér á landi, sem var hluti af Baugsveldinu fyrir gjaldþrot.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar gerði Baug að sérstökum skjólstæðingi flokksins í frægri Borgarnesræðu fyrir þarsíðustu kosningar. Æ síðan hafa forystumenn Samfylkingarinnar lagt sig í framkróka að verja hagsmuni Baugs. Andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma er enn í minnum höfð.En er ekki full langt gengið í hagsmunavörslunni þegar viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar geri sér ferð til Bretlands að ræða björgun Baugsveldisins á meðan þjóðargjaldþrot vofir yfir Íslandi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband