Væri ekki bara betra

Eftir öll loforð og faguryrði forstjóra , bankastjóra og Ráðherra osfv síðastliðnar vikur.

Væri þá ekki betra að fara bara að segja hlutina eins og þeir eru , held að fólk kynni bara betur að meta það , vegna þess að það er ekki mús á íslandi hvað þá maður sem trúir þessum orðum enda gæti meira en vel verið við lesið á morgun eða heyrt í einhverjum fjölmiðlunum að megnið af fyrirtækjum Baugs væri nú orðið eign einhvers annars eða tekið uppí skuldir osfv.

Fólk er einfaldlega hætt að trúa........


mbl.is Baugur: Engin áhrif á starfsemina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

"Jafnframt því að stunda viðskipti af kappi er Jón Ásgeir dyggur stuðningsaðili líknar- og mannúðarmála. "

Björn Heiðdal, 9.10.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Ómar Ingi

og þú ættir að heyra hann tala um littla fólkið þegar aðeins útvaldir heyra til.

fyrir utan að þá er hann með fólk í vinnu sem segir honum að gott sé að gefa í þetta og hitt og koma fram í blöðum kallast að markaðsetja sig og sín fyrirtæki og fá skattafslátt osfv

Pokarnir sem þeir gefa til spítalans við sem verslum í Bónus borgum þá osfv

En ég sagði ekki að maðurinn væri Djöfulinn bara kannski nákomin honum

Friður

Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Halla Rut

Björn Heiðdal: Þetta er hreint ótrúlegt comment hjá þér.

Af hverju kallar Jóhannes (þar er nú oftast hann sem gefur) í alla blaðamenn þegar hann er að gefa eitthvað? Því þarf hann þess? Þetta er ókeypis auglýsing, ekkert annað. Fengi "litla fólkið" ekki meira út úr því ef þeir hefðu selt okkur matinn á eðlilegu verði og ekki komið í veg fyrir, í 20 ár, að nokkur annar gerði það?

Ég held að alþjóð þætti áhugavert að heyra hvernig Jón Ásgeir og t.d. Einar hjá Saxhóli hlægja að þjóðinni í sínum einkapartíum, og kalla þjóðina fávita fyrir að láta þá þá fara svona með sig.

Halla Rut , 10.10.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband