8.10.2008 | 21:09
Sagt er...
.... að Jón Ásgeir, Stoðir og Baugur hafi á síðustu 3-4 vikum næstum því
strípað allt lausafé af Glitni. Lárus og Þorsteinn Már reyndu að stoppa það
en gátu ekki. Þeir voru eiginlega búnir að missa stjórn á bankanum. Það var
ástæðan fyrir því að Seðli vildi ekki lána og kröfðust 75%. Ef þeir hefðu
lánað eða ekki haft afgerandi meirihluta þá hefðu peningarnir runnið áfram
til Jóns. Óánægja Þorsteins Más snýst um að hann vildi ekki að ríkið
eignaðist meira en 50% - fyrir utan það að hann tapar persónulega miklum
fjármunum.
Bréf Baugs og Stoða voru tekin út úr fjárfestingarsjóðum Glitnis í gær og
fyrradag. Samkv. sömu heimildum fer Salt Investmenst Robba Wessmann á
hausinn. Það gengur sú saga í bankaheiminum að fundir Björgólfs með DO og
Geir hafi ekki snúist um yfirtöku á Glitni heldur björgun Landsbanka sem
riði til falls. Feðgar séu búnir að setja nærri 60 milljarða nú þegar í
Actavis og Eimskip fyrir utan það er Landsbankinn er að fá sennilega vel á
annað hundrað milljarða í hausinn í gjaldþrotum fyrirtækja sem þeir hafa
lánað til, s.s. Nýsis, spænska fyrirtækis sem þeir fjármögnuðu, Icebank
(sem er gjaldþrota), Baugs, Teymis, 365 etc etc. Fyrir tveimur vikum voru
settar nýjar reglur um fyrirgreiðslu við viðskiptavini hjá Landsbankanum -
sem sagt ekki lána neitt - mjög harðar reglur.
Yfirtakan á Byr var plott frá Jóni Ásgeiri og öðrum hluthöfum - aðallega
Saxbygg, sem gekk út á það að strípa Byr til að reyna að halda lífi í
Glitni. Þeir ætluðu að nota Byr eins og hræ sem refur leggst á til að lifa
af veturinn. Convenient fórnarlamb - sérstakelga vegna þess að það var nógu
mikið af sameiginlegum hluthöfum til að geta látið þetta ganga.
Sjóður 1 - Glitnir Skuldabréf, fjárfestir til dæmis í skuldabréfum
fyrirtækja. Verðmæti sjóðsins 1. september var tæpir 48 milljarðar króna,
þar af voru skuldabréf fyrirtækja 57%. Stærstu skuldarar eða útgefendur
skuldabréfa sem sjóðurinn á voru þá Íbúðalánasjóður, FL Group - nú Stoðir -
og Glitnir. Sjóður 9 - Glitnir peningamarkaður - fjárfestir í
skammtímaverðbréfum. Verðmæti sjóðsins um síðustu mánaðarmót var rúmir 117
milljarðar króna - og stærstu skuldarar þar - Glitnir, Straumur, Stoðir og
Baugur. Þriðji sjóðurinn sem lokað var er sjóður 9.1 - Glitnir,
peningamarkaður, evrur. Verðmæti hans voru rúmir átta milljarðar um síðustu
mánaðarmót og skráð skuldabréf fyrirtækja voru um þriðjungur eigna
sjóðsins. Lokun þessara sjóða var ákvörðun stjórnenda Glitnis, en hún var
tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins eins og lög gera ráð fyrir.
Það er alveg augljóst að Baugur hefur gefið út bréf sem Glitnir hefur tekið
inn í almenna sjóði í stórum stíl án nokkurrar tryggingar. Þrír sjóðir
Glitnis, sem hafa verið lokaðir síðustu tvo daga, verða opnaðir á morgun. Í
tilkynningu frá Glitni segir, að óvissu um skuldabréf í sjóðunum hafi verið
eytt og þar sé nú ekki að finna nein skuldabréf á Stoðir hf, sbr.
http://www.m5.is/?
Að Björgólfur hafi síðastliðinn föstudag tekið út úr Landsbankanum 25
milljarða króna með því að selja bréf fyrir vini og vandamenn, gengi
Landsbankans hækkaði óvænt á föstudag og fór í 19.9
Það er semsagt verið að afskrifa skuldir Baugs til þess að þær dragi ekki
niður bréf almennra eigenda. Best stendur Kaupþing, en athygli vakti að hér
fyrir utan var ansi fjölmennur floti dýrra bíla fyrir kl. 8 í gærmorgun.
Hummm
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Range Rover til sölu. Um er að ræða 3,5 diesel árgerð 2008. Svartur að lit, ekinn 21000. Verðhugmynd 14.500.000. ákv er bílalán sem er ca 21.700.000.kr.Nánari uppl veitir undirritaður
Kjartan Pálmarsson, 8.10.2008 kl. 22:33
Þetta getur allt staðist! (Cola-klíkan) eru ellt menn úr þessu fyrirtækjum! Frábær pistill!
Óskar Arnórsson, 8.10.2008 kl. 22:52
Já ég þekki reyndar einn ágætan mann sem hefur verið nokkuð stór í fjárfestingum en hann sagði mér að honum listist ekkert á hvað menn væru að gera fyrir einum þremur árum. Svo hann vildir draga sig út úr þessu rugli. En þetta er svo niðurstaðan og þetta hefur hefur verið lokkalegur aðdragandi að þessu.
Hörður (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 00:10
Ég get vel trúað þessu öllu. Reyndar mundi ég trúa flestu upp á þessa asna þessa dagana. Spurning hvort fer ekki bara að koma tími til að taka Albaníu '96 á þetta.
Vésteinn Valgarðsson, 9.10.2008 kl. 01:42
Þú ert helvíti glúrun Ómar! Þú veist hvað Cola-klíkan er?
Óskar Arnórsson, 9.10.2008 kl. 01:50
Þú mátt fræða mig um klíkuna þrátt fyrir að ég telji nú að ég viti hverjir eru þar á ferð , þú ert væntanlega að tala um leppana hans JÁ
Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 09:03
Já, ég er að tala um þá. Einn af aðal hugmyndasmiðum svikahrappaklíkunar innan baugs er því miður bróðir minn. Arnór V. Arnórsson.
Átti Strawberrieskampvínsklúbbinn þar sem þó gast heypt ein kampavínslösku fyrir hálva miljón. Þar kynntist ég þessu pakki sem stjórnar umsum háum embættum og þar voru tekna stórar ákvarðanir.
Ég nefni hann fyrst svo þú sjáir tengingu mína við þetta fólk. Núna eru þeir orðnir hræddir við mig, og hafa fulla ástæðu til. það kemur meira seinna. Skal senda þér ett nafn á maili ef þí lofa að setja það ekkimá bloggið. Hann er "heilin" og skipuleggjandinn. sendu bara mailadressu..
Óskar Arnórsson, 9.10.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.