13.9.2008 | 11:39
Boð og Bönn
Boð og bönn skila þessum rekstri bara neðanjarðar og það er ekkert betra , ekki finnst mér neitt að því ef mönnum og konum langar að sjá konur strippa að þær geti fengið að sjá slikan dans löglega.
þessi rekstur er rétt eins og annar rekstur um framboð og eftirspurn og ef engin vill sjá strippdans , þá er ekki hægt að reka svona staði frekar en ölstofur og dansstaði.
Einu sinni vara bannað að selja bjór á íslandi , en sem betur fer hættum við þeirra vitleysu að banna það.
Goldfinger má bjóða upp á nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Maður verður bara orðlaus að lesa rökin hjá sumum. Því ætti bara yfirhöfuð að banna hluti? Því að setja lög? Allir gera það sem þeir vilja og láta eins og þeir vilja. Í Hollandi þar sem þetta er allt löglegt blómstrar underground starfssemin. Flestar konur í vændi og stripp eru ekki þar vegna þess að þeim langar svo svakalega að láta hvaða kall sem er góna upp í píkuna á sér, heldur vegna þess að þær eru að fjármagna eiturlyfjaneyslu, eða eru á valdi einhvers annars.
Vændi og stripp hefur ekkert með "þjónustu" að gera, heldur vald. Að karlmönnum finnist eðlilegt árið 2008 að dóttir þeirra eða móðir geti löglega strippað fyrir aðra karlmenn eða selt sig öðrum karlmönnum er sorglegt. Að þér finnist þetta vera á svipuðum nótum og að selja bjór er ótrúlegt.
Linda (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 11:52
Já Linda
Orðlaus ertu ekki það er alveg á tæru
Flestar konur er RÉTT orðað og takk fyrir að viðurkenna mér það enda þekki ég persónulega slíkar stúlkur og það af íslandi og eiga þær íslenska pabba og mömmur en eiga það sameiginlegt að hafa fengið lítið sem ekkert uppeldi semsagt meira svona sjálfala á meðan mamma og pabbi drekka og dópa sig í hel.
Önnur drakk og dópaði en hin var Edrú , hver hfði trúað því edrú að strippa osfv af hverju
Jú hvergi betri laun fyrir littla sem enga vinnu dansa á pjöllunni fyrir framan gamla kalla , fyrir stóra seðla er til betra starf spurði hún mig og ég hló , ehhh Já en svona er nú fólk jafn misjafnt eins og það er margt.
Það er sagt að allar konur sem fluttar eru inn til þess að strippa séu í því vegna mansals og að þær séu allar á kafi í dópi en slíkar fullyrðingar eiga enga rök fyrir sér , en verð að játa að ég tel að eitthvað sé jafnvel til í því annað væri barnalegt að halda fram.
En spurninguna um að banna stripp er jafn barnalegt , þetta hefur alltaf verið til og verður alltaf til
Þannig er nú það bara sama hvað ég eða þú segir , ekki veit ég nú annað en að þessir staðir séu mest notaðir af erlendum mönnum sem koma hér í vinnuferðir osfv og er það ekki þjónusta ?
Ef ég vil geta keypt mér bjór eða horft á stelpur dansa á pjöllunni vil ég það búum við ekki við lýðræði eða !!!.
Þetta er leyfilegt samkvæmt lögum.
PS: Ef dóttir min eða sonur væri að strippa væri það í fyrsta lagi þeirra mál ef orðin 18 ára gömul og þá hefði mér bara mistekist mjög uppeldið á börnum mínum.
Ljúfar
Ómar Ingi, 13.9.2008 kl. 12:46
Sæl bæði tvö. Ég er fyrrum dansmær sem vann við þessa iðju í 3 ár.
Ég viðurkenni það að ekkert fýkur í mig meira en jafn valdasjúkt fólk og þú Linda sem vill leggja eigin siðareglur á aðra undir fölsku yfirskini.
Það er lítið mál fyrir fólk einsog þig að sitja í sínu hásæti og fella dóma þar sem hentar, það er þér óhugsandi að einhver vilji haga sínu lífu öðruvísi en þú þar sem þú ert nú greinilega með svörin. Þarf ég nú að biðjast fyrigefningu á syndum mínum til að þóknast þér?
En ég get ekki séð hvernig það ætti að bjarga mér, að biðjast fyrirgefningar á einhverju sem ég raunverulega sé ekkert eftir. Og þín tilraun til valdarníðslu á mér er grófari en sú sem ég á að hafa upplifað af nokkuri karlmanns hendi inná strippstöðum. hvernig getur þú mögulega réttlætt þína tilraun til misnotkunnar valdi? Vald sem þú reynir að skapa með eigin fordómum á fólki einsog mér og einhverja karlmenn sem falla í einhverja staðalímynd sem þú þekkir betur en ég.
Og þú reynir að hræða fólk með að einhver skyldur þeim gæti nýtt sér sitt einstaklingsfrelsi og að það muni vera smánablettur á þeirra orðspori. Er það virkilega foreldrum eða börnum að kenna hvað skyldmenni þeirra kjósa að gera með sitt líf?
Ómar minn, þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því að þér hafi misheppnast eitthvað í uppeldi nema þú sért ekki til staðar þegar þín er þarfnast. Það er alger vitleysa að halda að uppeldi hafi misheppnast ef börnin manns gera eitthvað sem foreldrum mislíkar eða ef börnin kjósa sér svo ólík gildi en þau sem við vildum innræta þau með...
Sleepless, 14.9.2008 kl. 15:40
Takk Sleepless
Ég þarf ekki að segja meira ....
Ómar Ingi, 14.9.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.