Er nú nokkuð viss

Er nú nokkuð viss um að einhver er ekki vælandi og röflandi yfir þessu , þá er það Gísli , ekki að ég þekki hann persónulega en hann er nú einu sinni Íslendingur og er ekkert að væla yfir einhverju sem hann né aðrir á settinu geta ekki stjórnað. 

Gerir væntnanlega gott úr málunum og æfir sig fyrir hlutverkið og pælir í framtíðinni.

En fyrir þá sem ekki vita neitt um Prince Of Persia , þá setti ég inn færslu um þennan tölvuleik sem er að verið að kvikmynda sem eina af stórmyndum Disney fyrirtækisins undir framleiðslu Jerry Bruckheimer sem gert hefur margar stórmyndirnar fyrir Paramount og Disney.

Gísli ef þú eða vinir þínir lesa þetta , endilega láttu bæta þér á listann hjá IMDB sem leikari í þessari mynd

http://www.imdb.com/title/tt0473075/fullcredits#cast

 Hérna má sjá annað bloggkrass frá mér um þessa stórmynd

 http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/612857/

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/589552/

Annars óska ég Gísla innilega til hamingju með þenann glæsta áfanga í heimi kvikmyndanna þetta hefur aðeins Ingvar E Sigurðsson gert hingað til.

Ég á ekki von á neinu öðru en glæstri frammistöðu enda frábær leikari , uppáhaldið mitt í er Karakterinn í Börn sem handrukkarinn Snildartaktar , reyndar er vesturport leikarahópurinn algert Yndi eins og hann leggur sig.

Good Times gott fólk

Prince Of Percia verður frumsynd árið 2010 í kvikimyndahúsum um heim allan.


mbl.is Ekki tekið út með sældinni að vera Hollywoodleikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband