Eigingirni eða...?


Íri nokkur að nafni Murphy fór til læknis eftir langvarandi veikindi. Læknirinn skoðaði hann vel og vandlega.  Þegar skoðuninni var lokið dæsti læknirinn og sagði:  "Ég hef slæmar fréttir að segja þér.  Þú ert með krabbamein sem verður ekki læknað. Þú átt ekki nema tvær vikur eftir ólifaðar,  mánuð í mesta lagi."

Murphy var að vonum brugðið.   En þar sem að hann var jarðbundinn maður var hann fljótur að jafna sig.

Hann fór fram þar sem að sonur hans beið eftir honum.  Murphy sagði við hann:   "Sonur sæll, við Írar höldum upp á hlutina hvort sem gengur vel eða illa.  Í þetta skipti ganga þeir mjög illa.  Ég er með krabbamein og á skammt eftir ólifað. Förum nú á pöbbinn og fáum okkur nokkra bjóra."

Eftir fjóra bjóra voru feðgarnir orðnir aðeins kátir.  Þeir hlógu og drukku meiri bjór og skemmtu sér mjög vel.  Nokkrir vinir Murphys gamla komu að borðinu hjá þeim og spurðu hvað þeir væru að halda upp á.  Murphy sagði að þeir Írar héldu bæði upp á það góða og slæma og í þetta skiptið væri það slæmt þar sem hann ætti stutt eftir.  Vinirnir urðu furðulostnir og spurðu hvað það væri sem hrjáði hann.  Murphy sagði að hann væri nýkominn frá lækninum sem hefði greint hann með alnæmi og hann ætti bara tvær vikur eftir.  Félagarnir fengu sér nokkra bjóra með Murphy til að samhryggjast honum og tíndust svo burtu þegar leið á kvöldið.

Þegar vinirnir voru allir farnir hallaði sonurinn sér að Murphy og sagði:  "Pabbi, ég hélt að þú værir með krabbamein en þú sagðir vinum þínum að þú værir að deyja úr alnæmi."  Murphy svaraði:  "Ég er með krabba, sonur sæll.  Ég vil bara ekki að neinn af þessum andskotum skríði upp í til mömmu þinnar þegar ég er farinn."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 falleg eigingirni allavega

alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var ég ekki með þennan fyrir nokkrum dögum, eða dreymdi mig það bara. Ég er doldið steikt þessa dagana, þarf minn 10 tíma svefn per sólarhring en hef verið í mínus.  Kveðja og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Helga Dóra

Hann er yndislegur þessi....

Helga Dóra, 27.8.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Ásdís Rán

Ásdís Rán , 28.8.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband