Fréttatilkynning fyrir Dansóða

Besti plötusnúður Bostons á TUNGLINU laugardagskvöldið 24. maí
 
Hinn al Íslenski DJ Baldur (Djezus) er loksins að koma til landsins í stutt stopp og ætlar hann að spila á skemmtistaðnum TUNGLINU laugardagskvöldið 24.Maí. Eins og flestir vita þá var DJ Baldur fyrir stuttu valinn besti plötusnúðurinn í Boston af vikutímaritinu "Boston Phoenix".
 
Að eigin sögn kom þetta honum á óvart en hann hefur verið að þeyta skífum á  stöðum eins og River Gods, Enormous Room, Shine og ZuZu', hann segist spila "minimal tech house" í bland við "electro house." og það hafi greinliega virkað vel. DJ Baldur verður ekki einn á ferð á TUNGLINU því að DJ SKELETOR sem er bróðir hans verður með honum, en sá drengur hefur fengið mikið hrós fyrir spilamennsku í "Borg Ástarinnar, Reykjavík". DJ Baldur eða "Djezus" er hér á landi í stuttu stoppi eins og áður segir, því er þetta kvöld sem engin má missa af. Þeir bræður lofa mögnuðu kvöldi.
Húsið opnar kl.23.00 og 1.000.- inn
 

Föstudag! Hugarástandsbræðurnir Frímann og Arnar loksins saman á ný og nú á skemmtistaðnum TUNGLINU 23. maí
 
Plötusnúðarnir Frímann og Arnar eru þekktir fyrir að hafa soðið saman einhver bestu klúbbakvöld sem landinn hefur upplifað, með þéttum og funky danstónum sem fengu alla til að dansa. Stemningin hjá drengjunum er alltaf eins og hún gerist best út í heimi, fullt dansgólf og eðal groove í gangi. Strákarnir náðu ótrúlega góðri formúlu í gang, Frímann úr hörðu (techno) deildinni og Arnar úr mjúku (house) deildinni.
 
Þegar þessir tveir heimar mætast verður til Hugarástand, blanda sem greinilega snar virkar, kraftmikil og seiðandi. Nú ætla drengirnir loksins að hrista fram úr ermum eitt slíkt eðal djamm á skemmtistaðnum TUNGLINU. Það er óhætt að segja að unnendur alvöru klúbbakvölda ættu ekki að láta þetta kvöld fram hjá sér fara.
 
Hugarástand á sér rætur að rekja alla leið til ársins 1998 og byrjaði sem útvarpsþáttur á útvarpsstöðinni Skratz og síðar á X-inu. Klúbbakvöld á skemmtistöðum fylgdu í kjölfarið og festu sig fljótt í sessi sem ein öflugustu klúbbakvöld fyrr og síðar. Frábær danstónlist og góð stemning einkenna kvöldin og það er einmitt það sem verður í boði þann 23. maí  á TUNGLINU. Húsið opnar kl.23.00 og 1.000.- inn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið verðið ekki svikin að fara að hlusta á Baldur

Kveðja frá Boston

Inga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband