Carl Cox - annað kvöld á NASA kveðjum veturinn - heilsum sumrinu

JJ og Party Zone kynna CARL COX á Nasa.

 

 

Jón Jónsson og Party Zone kynna með stolt í hjarta.

Goðsögnin Carl Cox í Reykjavík - 23. apríl.

Carl Cox kemur til Íslands, og mun hann koma fram á á Nasa miðvikudaginn 23. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Carl Cox sækir Ísland heim.
Það er engum blöðum um það að fletta að koma kappans er mikill hvalreki á fjörur íslenskra danstónlistarunnanda og má búast við einstakri kvöldstund sem seint verði toppuð enda sjaldgæft að jafn stórt nafn innan danstónlistargeirans spili á Íslandi.

 

 

Carl Cox er öllum unnendum danstónlistar kunnugur vegna óumdeilanlegrar hæfni hans fyrir aftan plötuspilarana og fyrir að hafa verið í fremstu röð í tæp þrjátíu ár. Hann gekk lengi undir nafninu "The Three Deck Wizard" enda var hann frumkvöðull í því að nota þrjá plötuspilara í einu þegar hann kom fram. Hann þykir mjög ferskur, er ávallt skrefi á undan og klárlega einn alvirtasti plötusnúður um heim allan. Bretinn knái hefur ekki látið lagasmíðar ósnertar þrátt fyrir mikið annríki og hefur samið fjöldann allan af góðum lögum sem og unnið með miklum meisturum innan danstónlistarinnar svo sem Fatboy Slim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband