Tropa De Elite

Tropa De Elite er nú sýnd hér á landi en þessi Brasílíska kvikmynd er frumraun leikstjórans José Phadilha sem hefur áður bara gert heimildarmyndir nú síðast bus 174. Tropa De Eilite fjallar um sérsveit lögreglunar í Rio Brasilíu þar sem öfgafullt ofbeldi er daglegt brauð og eiturlyfin gera fólkinu í fátækrahverfunum dagin auðveldari. Myndin lýsir á grafískan hátt ofbeldinu, og óheiðarlegum löggum sem vinna hjá glæagengjunum en Sérsvetin upprætir svona lagað og það með hörku eins og fólk hefur sjaldan séð á Hvíta tjaldinu, þetta er hrá mynd gerð fyrir lítin pening en fagmennska og mikil metnaður er í kvikmyndagerðinni og fyrir þá sem vilja vel gerðar myndir, um hluti sem eru að gerast úti hinni stórri borg RIO ættu ekki að vera sviknir af þessari kvikmynd sem einmitt kom öllum á óvart og vann No Country For Old Men á Berlin, já Vann Gullna björnin í Berlín á þessu ári. Athugið að myndin er aðeins sýnd með enskum texta , ekki fékkst print sem var textless enda ísland aðeins land númer 2 sem frumsýnir hana utan Brasilíu. Myndin kallast á ensku The Elite Force. Þess má geta að þetta er ein aðsóknarmesta kvikmynd fyrr og síðar í Brasilíu. Að mínu mati ein af fimm bestu kvikmyndum sem ég hef séð í ár. Þessar myndir eru í svipuðum gæðaflokki BOPE Bus 174 City of God

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband