Tek heilshugar undir þetta hjá Björgvini

Ég fæ ávallt illt í magan þegar ég heyri af svona hryllilegum slysum en þegar ég frétti að vinir mínir og kunningjar í Steed Lord hafi verið meðal þeirra sem í öðrum bílnum voru og slösuðust mikið , leið mér hreinlega ömurlega og braust út eðlileg reiði gagnvart þessu aðgerðarleysi Samgöngu og vegagerðar vegna þessara kafla sem endalaust skapa hættu og slys að undanförnu og ekkert verið gert. 

það er alveg týpískt að það þarf alltaf einhverjar hörmungar að verða til þess að yfirvöld opni augun í þessu tilviki Samgönguráðaneytið og Vegargerðin.

Ekkert gert fyrr en að sjötta ef ég man rétt slysið verður þarna og kannski það allra alvarlegasta þó öll sys geti að sjálfsögðu talist alvarleg´, sérstaklega þar sem um slæman frágang vegagerðarinnar er um að ræða og skýla þeir sér á bak við reglur og reglugerðir , spyr ég þá hvað með þær reglugerðir núna , þegar þeir loksins sjá að þetta gengur ekki lengur og með þessu áframhaldi . Ekkert annað en skandall.

Aftur á móti sendi ég Svölu, Einari og fjölskyldu hlýjar batakveðjur og vona að ég hitti ykkur sem fyrst í góðu ástandi á líkama og sál.

Bestu kveðjur

Ykkar vinur

Ómar Friðleifsson ( Ommi )


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband