Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Auðvitað er þetta víti, sástu Barca leikinn í gær. Það var tvisvar dæmt á svona atvik nákvæmlega eins og þetta.......að vísu voru þau utan við teig.

Svo réðst markmaður Barca á lappirnar á sóknarmanni í teignum og fellid hann og og það var enginn annar varnarmaður á milli þeirra og marksins ólíkt á OT og viti menn markmaðurinn fékk gult spjald !

Rúnar Haukur Ingimarsson, 10.3.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Ómar Ingi

Öxl í öxl er ekki víti og þrátt fyrir að Ronaldo sé dvergvaxinn á hann ekki að fá aumingjafslátt. Þetta var hið besta mál og að sja Barca tapa er alltaf yndislegt. 

Ómar Ingi, 10.3.2008 kl. 08:46

3 identicon

Það má bæði dæma víti og sleppa því, í atvikinu hjá Ronaldo ...
Hann er búinn að missa boltann það langt frá sér að víti hefði verið í ódýrari kanntinum, og þetta var öxl í öxl ... Bara í harkalegri kanntinum fyrir Ronaldo sem er nú ekki beint þekktur fyrir að standa í lappirnar í þannig stöðu.

Svo er þetta 100% rautt spjald á Kuzak rífur Baros niður og stelur af honum 100% marktækifæri og þá er ekki hægt annað en að dæma víti og rautt spjald.

Einfalt, reglurnar segja að svo er...  

En Fergie ætti frekar að húðskamma mannskapinn sinn fyrir að nýta sér ekki þennann mýgrút af færum sem þeir fengu, heldur en að væla utan í dómaranum.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 08:53

4 identicon

Þykir Rúnar Haukur og hans samanburður ansi hæpinn. Öxl í öxl ER EKKI VÍTI! Ertu Manure maður, Rúnar? "Réðst markmaður Barca á lappirnar..." - var ásetningurinn það alvarlegur? Rauða spjaldið á markmann Manure var réttmætt því sannarlega var ásetningurinn greinilegur og brotið að mínum dómi gróft, þó engin meiðsli hafi komið. Hefði liggjandi maður úti á velli notað hendurnar svona líka til að stöðva sókn ... ég hefði viljað sjá sama lit af spjaldi á hann!!!

Fergie er bara asni fyrir að úthúða þessari dómgæslu svona. Get ekki séð að hann hafi grenjað yfir því að það sé yfir höfuð búið að vera mjög erfitt fyrir andstæðinga Manure að fá víti dæmt á þá á Old Trafford ... - en gott að hann ver sína menn. En að rífa kjaft um dómarann... ber bara merki um sama gamla vanþroskann!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband