Takk Valur

 
Reykjavíkurmótið: Aðstoð úr Fossvogi og Fram í úrslit
17.2.2008 kl. 20:38


Eftir 2-3 ósigur gegn Fylki á dögunum töldu margir að Fram hefði lokið keppni með 6 stig og að Fylkismenn færu áfram með stigi gegn Víking í kvöld 17. febrúar.  Leikar fóru hins vegar 1-0 fyrir Víking og var það fyrrum leikmaður Fram, Egill Atlason, sem gerði sigurmarkið. 

Fram hafði áður unnið Víking 5-0, Þrótt 1-0 og þeir sigrar nægðu til að sigra B-riðilinn.  Munar þar sérlega um sigurinn á Víking sem tryggir Fram betri markatölu en Fylki.  Bæði lið enduðu með 6 stig en Fram var með 5 mörk í plús gegn einu Fylkismanna.

Fram mætir svo ÍR  í úrslitaleiknum. 
ÍR-ingar unnu Fjölni í kvöld og tryggðu sér þar með sigur í A-riðli.
ÍR leikur í 2. Deild en hin liðin í A-riðli voru öll úr Efstu eða 1. Deild, þar á meðal Íslandsmeistarar Vals og KR-ingar.

Úrslitaleikurinn verður háður 28. febrúar í Egilshöll.

Tekið af FRAM.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband