Munurinn á viðbjóð og fólki

„Mótmælin ekki alveg marktæk"

Senda frétt

Blogga um frétt

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki telja þá atburði sem nú eru að eiga sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkur vera sögulega þrátt fyrir að fátítt sé að lögregla sé kölluð til vegna pólitískra mótmælaaðgerða hér á landi.

„Það hefur verið mikil festa í borgarstjórnarmálunum í gegn um tíðina og ég veit ekki til þess að slíkir atburðir hafi átt sér stað fyrr í tengslum við borgarmálin. Ég er hins vegar ekki viss um að þessi mótmæli séu alveg marktæk," sagði hún er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í dag. „Þetta er ungt fólk og ungliðar sem hleypur fljótt kapp í kinn. Það þekkir ekki alveg þingsköp og virðir ekki fundarreglur. Þar við bætist að það tekur ekki tilmælum og því var lögregla kölluð til."

Þá sagði Stefanía að  sér hafi sýnst álíka margir ungliðar úr Sjálfstæðisflokknum vera á áheyrendapöllunum og ungliðar minnihlutaflokkanna. Þeir hafi hins vegar sýnt háttvísi og látið sér nægja að klappa er fulltrúar flokksins voru kjörnir í embætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sitt sýnist hverjum það er víst.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Signý

Hehehehe alveg merkilegur andskoti, aftur komum við að því að ungt fólk má ekki hafa skoðanir, ef það hefur þær á annað borð þá eru þær um leið merktar barnalegar og ekki mark á takandi. Alveg er svona skítapakk óþolandi...

ég er brjáluð!!!

Signý, 24.1.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Ómar Ingi

Já Ásdís með þetta eins og flest , sem betur fer .... 

þarna var ekki bara ungt fólk heldur sori RVK borgar , enda sagði nú vinkona þín hún Svandís Svavars að ef þetta fólk gæti ekki hagað sér og mótmælt eins og fólk þá yrði þetta fólk fjarlægt vegna þess að ekki gat þetta blessaða pakk haldið kjafti á meðan fundarmenn töluðu , þau hefði getað púað og öskrað þess á milli.

Þú ert fyndin svona brjáluð

Ómar Ingi, 24.1.2008 kl. 18:57

4 identicon

Ég styð nú ekki neitt þarna í Reykjavíkinni en þrátt fyrir allt showið og sirkusinn síðustu daga, þá finnst mér fáránlegt af fólki að hrópa og púa og kalla meðan ræðumenn eru tala á borgarstjórnarfundi. Þetta hefur ekkert með það að gera, að ungt fólk megi ekki hafa skoðanir. Þetta er spurning um stað og stund.

Ómar ... mér finnst þú fyndinn! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:27

5 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHA

Doddi fékkstu semsagt póstinn

Ómar Ingi, 24.1.2008 kl. 19:43

6 identicon

Ó já!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband