20.10.2007 | 19:40
Konur eru konum verstar
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=53765
Þvílíkur skandall ég á ekki orð hvað er að þessum stúlkum !!!!!!!
Hvað gengur þeim til þvílík er öfundinn, Margrét er svona ljósárum betri en nokkur önnur kona í deildinni og þetta er það sem hún fær.
Fótboltaáhugamenn vita betur og líta fyrir vikið niður á þær konur sem kusu hina annars ágætu Hólmfríðu sem er auðvitað frábær leikmaður bara ekki sú besta.
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Þetta eru ennþá bara sögusagnir, og enn hefur engin viljað staðfesta þetta. Þar fyrir utan þá er spurning hvað maður telur vera best... það er frekar huglægt. Miðað við að Hólmfríður átti við virkilega erfið meiðsli að stríða mjög lengi sem urðu til þess að hún missti af undirbúningstímabilinu og fyrstu tveimur eða þremur umferðunum í deildinni eða eitthvað, þá finnst mér hún alveg eins eiga þetta skilið þó hún hafi kannski ekki skorað 38 mörk í sumar, og reyndar ekki nálægt því. En hún hefur bætt sig all verulega og breytingin á einum leikmanni, þó ekki sé litið til annars en bara samanburðar á tímabilinu nú og í fyrra er alveg himinn og haf...
Ég er samt sammála því að Margrét Lára er besta fótboltakonan okkar fyrr og síðar, en var hún endilega best í deildinni í sumar?...
Signý, 20.10.2007 kl. 21:31
Kannski að bæta því við (afþví að ég hugsa of hratt og gleymi alltaf helmingnum sem ég ætla að segja) að þó Fríða hafi ekki skorað jafn mikið, þá var hún samt fjórða markahæst í deildinni í sumar, og hún er ekki einu sinni framherji... heldur spilar á kantinum, hún skoraði einu færra en Olga og Hrefna sem eru báðar framherjar, en spilaði samt bara 13 leiki meðan þær spiluðu alla 16...
Ég verð að segja að mér finnst það bara frekar gott...og bera vott um þá hæfileika sem Fríða býr yfir sem leikmaður...
og...
Friður á jörð!
Signý, 20.10.2007 kl. 21:36
Signý
Sögusagnir My Arse
Engin hefð getað verið valin önnur.
"Ég er samt sammála því að Margrét Lára er besta fótboltakonan okkar fyrr og síðar, "
Þessi setning þín segir allt sem segja þarf um þetta mál.
Hvernig getur konan sem er best fyrr og síðar ekki verið best í ár , af því að hún skoraði bara flest mörk eða ?
Þær þessar T eru bara sárar af því að hún spilar eins og strákur hún er það góð. Og þess vegna var þetta SMS sent af reiðum stelðum sem geta lítið og halda að markmiðið sé bara að vera með
Stay Cool
Ómar Ingi, 20.10.2007 kl. 21:41
Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera bestur í heimi og að vera bestur í deild...
Að vera bestur í deild þarf að hafa meira fram að færa en að hafa skorað 38 mörk í deild, þar er teamwork á ferðinni. Framfarir, spilamennska, prúðmennska og margt fleira er það sem spilar inni í. Fríða var ekkert lakari í þessu móti frekar en einhver önnur.
OG það er big deal ef þetta er satt... en það er líka big deal ef þetta er ekki satt. enda þá staðreynd að verið er að reyna að sverta íslenskan kvennabolta, og koma honum aftur á steinöld eins og hann var hér fyrir um ári síðan. En það ætti svosem að kæta menn eins og Valtý Björn, sem finnst kvennabolti bara vera "grín"... enda var það hann sem droppaði þessari bombu í beinni fyrir viku....
Friður á jörð!
Signý, 20.10.2007 kl. 21:55
Signý
Ég hef farið hamförum í að sýna Íslensku landlisðskonum virðiingu og farið á leiki með þeim frekar en körlum því þær þá allvega geta eitthvað og eru auðvtiað mikli sætari .
Sumir leikir í kvennabolatanum eru nú bara grín SORRY en allvega Signý mín segðu mér eitt og vertu HONEST.
Hefðir þú ekki valið Margréti sem besta leikmann ársins kvenna ?
svar óskast
Friður á jörðu
Ómar Ingi, 20.10.2007 kl. 22:10
En hvernig stendur á því að Hólmfríður var valin en ekki til dæmis Olga, sem var valin leikmaður ársins hjá KR? Sú sem er næstbest hjá KR er sú besta á Íslandi!
Mummi Guð, 20.10.2007 kl. 22:42
Hvaðan hefur þú það að Valtý þyki kvennaboltinn vera grín? Og hvernig færðu það út að prúðmennska og framfarir þurfi að vera til staðar til þess að leikmenn geti talist bestir. Ég hef aldrei fundist prúðmennska verið nauðsynlegt skilyrði. Ef framfarir eru nauðsynlegt skilyrði getur þá yfirburðarleikmaður ekki verið valin leikmaður ársins tvö ár í röð nema að hann sé betri seinna árið?
Hafrún Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 22:45
Rétt Mummi NKL en eins og við vitum átti Margrét Lára að vinna þennan titil alveg sama hvað hver reynir að segja annað.
Hafrún Signý segist hafa heyrt Valtýr segja það en ég hef það ekki enda hlusta ég ekki oft a litla vin minn þrátt fyrir að hann sé FRAMari dauðans.
Prúðmenska ? Já Signý Aftur hú verður að svara fyrir sig þessi elska og á án efa eftir að gera það
Ómar Ingi, 20.10.2007 kl. 22:59
Hann hefur sagt það sjálfur. Ég get ekki munað dagsetningar...
Ég fékk það ekkert endilega út heldur gef ég mér það að maður þurfi að hafa aðeins meira til bruns að bera en að skora 38 mörk... Hvað gerði Margrét Lára öðruvísi í ár en hún gerði í fyrra?... Fyrir mér var hún ekkert öðruvísi en í fyrra... er það ástæða til að verðlauna?
síðan finnst mér þessi síðasta spurning þín Hafrún í hæsta máta kjánaleg... auðvitað þarf manneskja sem er á toppnum að bæta sig ár frá ári til að halda sér og líka hinum við efnið... þú ættir að þekkja það sjálf... það er engin það fullkomin/n að hann geti bara gengið að öllum verðlaunum sem vísum. Margrét Lára getur það ekki frekar en einhver annar... Það væri frekar kjánalegt.
síðan finnst mér það mjög furðulegt að engin virðist hafa hafa fengið þessi tilteknu sms skilaboð, allavega ekki í KR... svo ég bendi bara á blogg þeirra KR-stelpna ...fengu bara einhverjar útvaldar þá þessi skilaboð? eða hvað er málið?
það er enginn sem hefur staðfest þessar sögusagnir aðrir en haltibjörn og nú síðast fotbolti.net... en slá samt þann varnagla svo fólk sé ekki að rengja þá í sannleiksgildi sínu að um sögusagnir sé að ræða..nema þeir séu búnir að breyta fréttinni núna og setja svo neðst í greinina að þeir vilji nú endilega taka það fram að þó að Margrét hafi verið í vinnu hjá þeim í sumar þá hafi það ekkert að gera með skoðanir þeirra á þessu máli... en jú samt er þetta bara saga sem gekk um bæinn... Fyrir mér er þetta svolítil DV-blaðamennska í gangi hérna... En það er náttúrulega bara ég og hvað veit ég?...
Friður á jörð!
Signý, 21.10.2007 kl. 17:55
Afbrýgðisemi kvenna.
Ómar Ingi, 21.10.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.