Heimskari en grjót

Já það er nú fínt að fá þetta sem borgarstjóra , hvað ætlast hann til að vitð hjólum eða löbbum eða hendum skólafólkinu útúr strætó til að við getum öll komist i og úr vinnu.

Vill hann reyna að fá eintæðu mæðurnar líka til að labba og hjóla með öll 4 börnin í og úr skóla í og úr fimleikum osfv á maðurinn heima í einhverju öðru landi en við hin, er hann fastur í draumnum sínum um að minka bílaflota landsmanna ?

Flott að ferðast á íslandi ef þetta fífl verður borgarstjóri lengi, neyða fólk á hjólstígana sína og hjóla í rigningu og snjó.

Ætlar hann kanski að fara kenna sjálfstæðismönnum um hvernig borgarbúar kjósa að lifa lífinu sínu allt Villa að kenna að það eru svona margir bílar í Reykjavík , var þetta pakk ekki búið að vera við völd hérna í Reykjavík í ansi mörg ár áður en kom að Villa.

Þessi Dagur er svo mikil kjáni að það hálfa væri nóg, að láta þessa setningu útúr sér .

 


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

En hann er sætur... En annars er það nú bara þannig að það er nú ekkert erfitt að labba um í Reykjavík, og eiginlega er alveg fáránleg bílaeign í borginni, miðað við hvað þetta er nú lítil borg, ef borg skildi kalla... Það varla tekur því að skafa bílinn á morgnanna og fá nánast kalsár við það bara til þess eins að keyra leið sem ætti í mesta lagi að taka korter að keyra en þess í stað eyða aldrei undir hálftíma útaf umferð... 

Svo þarf heldur ekki að skipa fólki að hjóla eða ganga, það þarf bara að vekja fólk upp af þessum eiginhagsmuna sjálfselskuhugsun um að ALLIR 17 ára og eldri VERÐI að eiga bíl, til þess eins kannski að fara bara útí búð sem er í næstu götu.... 600 bílar á hverjar 1000 íbúa í Reykjavík er náttúrulega bara fáránleg tala, og eigum við alveg ábyggilega heimsmet í bílaeign eins og öllu öðru þegar kemur að eyðslu... Held að það sé pointið... kanski 2 saman í bíl þar sem eru tveir á heimili?.... ekki vitlaust 

Signý, 13.10.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Víst að norðmenn, miklu norðar en við, geta farið allt hjólandi ættum við nú líka að hafa það af. Hér er fólk sem hjólar allra sinna ferða allt árið. Þannig að það ekki eins og það sé ómögulegt.

Svo er það annað að það er alger óþarfi að selja síðasta bílinn sinn; en það er _oftast_ alger óþarfi að nota hann.  

Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Ómar Ingi

Sætari en Villi semsagt

og töluvert sætari en Svavar Gest´s með brjóstin þarna  nei segi nú bara svona

Já auðvitað er bíleignin fáranleg á Íslandi ekki færðu mig til að segja neitt öðruvísi og ekki er ég á móti því að fólk ferðist saman í bíl ef aðstæður bjóða uppá það.

Ekki er ég á mótí strætó og ekki á móti því að fólk labbi eða hjóli , reyndar labba ég þó nokkuð mikið sjálfur en það er önnur saga.

Já íslendingar eru kröfuhart fólk allir vilja eiga bíla far nokkrum sinnum til útlanda á ári og vera soldið mikið smart fötum osfv þetta er bara íslendingar í hnotskurn og sjáið þið Kaupþingsmenn í jakkfötunum eða einhverja aðra bankamenn hjóla eða labba í vinunna Nei varla en það er svosem ekki aðalmálið.

Það sem er aðalmálið er að flest heimili eru tvistruð fjölskyldumunstrið býður ekki uppá að við hjólum eða löbbum af hverju ekki vegna þess að það eru kröfur jæá kröfur frá maka að ná í barnið fara með það í einhverja frístundir og sinna krakkanum , ef þið eigið heima uppí breiðholti og krakkin ykkar á heima á seltjrnarnesi og sækir skóla þar og er um 7 ára gamlalt barn að ræða ætlið þið að labba fram og til baka með drenginn og svo á æfingu uppí Eigilshöll í grafarvogi þar sem barnið stundar skauta af því að  þú ræður engu um það heldur móðirinn sem hótar að taka barnið frá viðkomandi manni ef hann taki ekki fullan þátt í lífi barnsins.

Það eru svona skrilljon dæmi sem hægt er að setja upp , því ekki eigum við öll heima í 101 og getum labbað og stundað vinnu og gert allt sem við þurfum að gera labbandi og hjólandi brosandi og andskotans sama um hver er borgarstjóri því allt er svo yndislegt.

Oft samt pælt í því draumur í dós að eiga heima í 101 ég myndi bara ekki fara útúr 101 EVER

Skil hugmyndir Dags en þær eru svo fáranlega draumkenndar að það mætti halda að hann hefði aldrei átt heima á Islandi.

Norðmenn hjóla mikið !!!!  ekki veit ég nú mikið til þess að það getur verið og síðastu daga hefði nú verið BLAUTT að labba og hjóla dágóðan spölin , ég segi nú ekki annað.

Ómar Ingi, 13.10.2007 kl. 13:23

4 identicon

Kærar kveðjur frá einum allverulega þunnum í Hafnarfirði ... yikes hvað ég á eftir að slá í gegn í matarboði og leikriti í kvöld með konunum...

Góða helgi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Jú jú, veðrið undanfarið hefur ekki verið það besta. En þegar þú hefur 'lært' inná hvað hvernig þú þarft að klæða veðrið af þér ( og það þarf oft mjög lítið ) þá er þetta bara hressandi. Það eru fáir ferskari á í vinnunni á morgnanna en hjólreiðamennirnir. Og ekki var Róm byggð á einum degi, þannig að ekki er við því að búast að fólk hjóli allra sinna ferða. Hins vegar þá þætti mér ekkert sjálfsagðara en fólk hjóli til vinnu sinnar. Það er líka hægt að koma því þannig fyrir að hjóla aðra leiðina, og fá svo annan fjölskyldumeðlim til að sækja sig og verða samferða á heimleiðinni ( lítið mál að festa hjól á hjólagrind eða sambærilegt ). 

Menn og konur geta líka sparað stórfé í líkamsrækt ef það hjólar í og úr vinnu. Við skulum í það minnsta orða það svo að það verði minna aðkallandi að hlaupa í hamstrahjólum líkamsræktarstöðva, ef fólk hjólar úr og í vinnu. Ef almenningur temur sér þó ekki nema bara að stunda samgöngur við vinnustað á hjóli, þá er umferðarvandi Reykjavíkurborgar leystur.

Ég vona bara að Reykjavíkurborg sjái hag sinn í því að bæta aðstöðu hjólandi umferðar svo hún verði greiðfærari og öruggari fyrir þá sem hana mynda.

Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 13:38

6 Smámynd: Signý

Tvístraðfjölskyldu munstur þarf ekki að þýða það að ú farir á bílnum þínum þessa 500metra sem leiðin er í næstu búð fyrir þig Þó að þú þurfir að fara útá seltjarnarnes til að ná í barnið þitt þá er engin sem segir að þú eigir ekki að nota bílinn í það, enda er það töluverð vegalend... Spurning um að nota bílinn sinn in a wise way... en ekki bara afþví að hann er þarna fyrir utan... ég geri það, ég bý í 101 eða 107.. ég er aldrei viss...og á bíl en ég nota hann ekki til þess að keyra í vinnuna, eða til að fara útí búð. pabbi minn býr á álftanesi. og til að komast þangað og bara til nánustu fjölskyldu þá notar maður bílinn... þetta geta rosalega margir gert. Jafnvel þó þeir búi ekki í 101 eða 107. Það tekur enga stund að ferðast um Reykjavík á hjóli t.d sama hvar þú átt heima... Og jafnvel ertu örlítið fljótari að ferðast þannig en að sitja undir stýri í bíl sem varla hreyfist, sem hefur síðan mengunaráhrif og allt þetta bladíbla... Mér finnst þetta góð hugmynd hjá hinum myndarlega, veltalandi, borgarstjóra en kannski er ég bara með stjörnur í augunum

Friður á jörð! 

Signý, 13.10.2007 kl. 13:49

7 identicon

Ef Dagur er kjáni, þá þá ert þú súperidjót! Og reyndar held ég að Dagur þurfi ekki að vera kjáni til þess.

benson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 14:15

8 Smámynd: Ómar Ingi

Arnþór  ekki þarf ég að vera á móti þér ég er þér sammála að svo mörguleyti en þetta er að svo mörgu leyti ekki hægt fyrir svo margar fjölskyldur , ef þú ert mér sammála því þá erum við að ná einhverjum árangri.

En mundu að þetta er það fyrsta sem borgarstjorinn þinn liggur áherlsu á ekki að það séu fólk að passa börnin þín á barnaheimilum og frístundaheimilim osfv,

Æ sorry en þetta fólk ykkar er ekki það sem okkar góða borg vantar , jú jú það er mitt mat þið eruð núna með Björn Inga á ykkar bandi og segið mér að það sé ykkur sæmandi meiri spilling og eiginhagsmunapólitíkus fáið þið ALDREI í ykkar raðir.

Ég var ekki sáttur við hann okkar megin og villdi hann aldrei en þið eruð það eða hvað !!!!!!!!!!!!!!!!!!!. 

Já Signý sæta , held nú samt að þú sjáir heildarmyndina eins og ég sé ykkar draumahugmynd sem eru auðvitað af hinu góða en er ekki bar að fara gerast af því að við ætlum að þvinga ei hverri hugmynd uppá fólk  allvega er það mín skoðun sama hversu myndarlegur Dagur er að þínu mati enda aldrei séð hversu myndarlegur ég er  

Peace out

Benson ég comenntera ekki á aumingja sem segja sína skoðun ekki undir fullu skírðu nafni

Þannig að bla bla bla comentaðu annarstaðar ef þú ert ekki maður eða kona til að segja þína skoðun undir nafni

That´s all

Ómar Ingi, 13.10.2007 kl. 21:21

9 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Ég vil fyrst byrja á að taka fram að ég tilheyri ekki neinum pólitískum flokki. Ég er líka fremur marglitur í skoðunum hvað pólitík varðar. Ég var ekki alveg viss hvort þú værir að skilja mig sem einhverskonar "liðsmann" eða "fylgjanda" einhverra skoðanna. En svo er ekki. 

Ok. En ég er hins vegar á því að það séu flestar fjölskyldur sem geta keyrt minna en þær gera og notað þess í stað almenningssamgöngur og hjól. Mig rámar óljóst í það hvernig ég leit á málinn áður en að ég uppgvötvaði að hjól eru virkilega öflug samgöngutæki. Mér fannst Rvk einhvernvegin vera stærri. Nú finnst mér hún vera meira bara eins og í lófa mínum. Grafavogur virtist vera langt frá Miðbæ Reykjavíkur. Og Mosfellsbær virtist vera langt langt í burtu; ekki fært þangað nema á bílnum akandi. En eitthvað breyttist þarna eftir að ég fór að prufa að hjóla. Í það minnsta finnst mér þessar vegalengdir í dag vera fremur smávægilegar. Og svo skrítið sem það kann að hljóma, þá fór ég líka að sjá hve mikils fólks fer á mis við að húka allar sínar leiðir í bílum. Það er einhverskonar hrörnun yfir þessu öllu saman. Einhverskonar aumingjaskapur. Jafnvel úrkynjun. 

En gott og vel. Fólk verður bara uppgvötva þetta hvert í sínu lagi. Það er ekki rétt að snúa upp á hendina eða draga það sparkandi og öskrandi út úr bílunum sínum eins og óþæg börn. Nei, það verður bara að sjá það smátt og smátt hve mikil vitleysa það er að stunda allar samgöngur á bílum.

Kv. 

Arnþór L. Arnarson, 14.10.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband