Kvikmyndirnar sem byrja í bandaríkjunum um helgina

Heartbreak Kid er grínmynd frá meistara grínsins allvega seinni tíma að mati margra enda sonur Jerry Stillers (sem leikur gamla kallinn í King of Queens) og hann leikur einmitt í þessari ásamt syni sínum Ben Stiller sem lék í Something About Mary , Meet The parents , Along Came Polly osfv.

Heartbreak Kid er endurgerð af gamalli grínmynd fra árinu 1972 þá með Charles Grodin í aðalhlutverki.Nú er það Ben Stiller sem fer með aðalhlutverkið en með leikstjórn fara bræðurnir Bobby og Peter Farelly. kvikmyndin byrjar á morgun í USA og það rúmlega í 3000 kvikmyndahúsum og er spáð um 27 milljonum dollara í miðasölu um helgina.

http://www.apple.com/trailers/dreamworks/heartbreakkid/medium.html

The Seeker: Dark Is Rising

Þetta er ævintýramynd sem að mér skilst að sé að reyna að herma eftir Harry Potter myndunum en þetta er líka kvikmynd líkt og Harry sem gerð er eftir bókaseríu. í aðalhlutverlkum eru  Ian Macshane og Christofer Eclleston, myndinni er spáð aðeins um 8 milljonum og það þrátt fyrir að vera í yfir 3200 kvikmyndahúsum um öll bandaríkin.

 

http://www.apple.com/trailers/independent/theseekerthedarkisrising/

Feel The Noise

Er dansmynd fyrir unglinga og má líkja við You Got, Served Stomp The Yard, framleiðandi myndarinnar er engin önnur en J-LO og Whycleffe er með lag í myndinni sem er mest megnist Reggeton stíl , það er 1000 kvikmyndahús sem sýna myndina sem er spáð 5 milljon dollara í miðasölunni. 

http://www.apple.com/trailers/sony_pictures/feelthenoise/ftn_med.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst best á Heartbreak Kid - ekta svona Farelli mynd og mér hefur alltaf fundist Ben Stiller skemmtilegur. Fíla svona húmor líka.

The Seeker ... úff. Ég kíkti á þennan trailer fyrir einhverju síðan og að sjá hann aftur ... well, að sjá Macshane og Eccleston vekur áhuga, en sorry ... það er bara eitthvað við strákinn sem ég fíla alls ekki í þessum trailer.

Og Feel the Noise ... maður veit aldrei með kanann hvernig hann tekur svona myndum. En það eru fræðingar á bak við þessar spár og þar af leiðandi tölurnar nokkuð góðar. Ætli ég spái samt ekki Heartbreak Kid yfir 30 millum ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já Heartbreak Kid er snilld það má líkja henni við Something about Mary að vissu leyti , já kæmi mér ekkert á óvart að hún færi yfir 30 millurnar og svo er Kólunbusardagur á mánudaginn frí í skólunum hjá krökkunum þannig að sunnudagur og mánudagur ættu að vera góðir.

Sammála þér með The Seeker krakkamynd á DVD

Feel the Noise er auðvitað unglingamynd

sá áðan Iraq in fragments þar sem leikstjórinn var mepð Q&A eftir myndina athyglisverð mynd mjög góð heimildarmynd.

Ómar Ingi, 4.10.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband