Dagskrárstjóra Skjás eins sagt upp störfum

Dagskrárstjóra Skjás eins sagt upp störfum

skjareinnlogo.jpgBjörn Þórir Sigurðsson dagskrárstjóri á Skjá einum hefur verið leystur frá störfum. Í bréfi sem hann sendi samstarfsfólki fyrir stuttri stundu segir hann að þetta hafi verið að ósk Brynjólfs Bjarnasonar forstjóra Símans. Björn var nýkominn heim frá Los Angeles úr 10 daga innkaupaferð. Ekki er vitað á þessari stundu hver tekur við af Birni Þór. Hann segist í bréfi sínu verða samstarfsfólki innan handar á næstunni. Aðstoðardagskrárstjóri Skjás eins er Kristjana Brynjólfsdóttir, dóttir Brynjólfs Bjarnasonar.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, sagðist á fundi með starfsfólki í dag ekki geta gefið upp ástæðu uppsagnarinnar. Björn Þórir yrði sjálfur að gera það. Hann var ekki á fundinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Do I smell rotten fish ?

Áddni, 21.9.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Ómar Ingi

U Do , U do

Ómar Ingi, 21.9.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Er nú nokkuð viss um að Bússi hafi verið að standa sig með mikilli prýði þarna.

Var litla dóttirin orðin þreytt á að ráða ekki ÖLLU?

Baldvin Jónsson, 21.9.2007 kl. 22:30

4 identicon

Jæja kallinn ég bíð þolinmóður eftir afsökunarbeiðni frá þér.Þú ert ekki bjartasta ljósið í sveitinni þegar að þú heldur því fram að Eyþór sé ekki nafn ,þar sem að þú sakaðir mig um að svar mitt á ákveðnu bloggi sé í skjóli nafnleyndar.Ég krefst þess að þú færir fram afsökunarbeiðni á þessu sama spjalli þar sem að ég gaf álit mitt undir skírnarnafni og hef ekkert að fela.Mér finnst ekkert athugavert að þú gefir öðrum gestum síðunar skíringu á því hversu illa gefinn þú ert til að taka þátt í umræðum þeim sem að  ganga og gerast á blogginu og flestir sem að hafa eitthvað á milli eyrnanna skilja að sumir eru aðeins gestir og fullkomlega óþarfi að stofna bloggsíðu til að commentera.En annars þá hef ég hingað til gefið mér að allir ættu rétt til að taka til máls um áhugamál sín en með þig þá efast ég stórlega að þú hafir greind til þess án þess að skaða þig til framtíðar.

Með bestu kveðju:nafnlaus að þinni ósk

Eyþór já Eyþór (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Ómar Ingi

Spurning Baldvin , Góð spurning !!!!

Ómar Ingi, 22.9.2007 kl. 00:01

6 Smámynd: Ómar Ingi

Fullt nafn Eyþór Fullt nafn lesa commentin , þarft ekki að stofa til bloggsíðu til að gefa upp fullt nafn kallinn minn.

Ómar Ingi, 22.9.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband