9.9.2007 | 22:54
Mávunum hótað
Dagurinn byrjaði með vakningu af sætasta drengi heimsins nefnilega syni mínum honum Inga Þór sem nátturulega vill nú að pabbi sinn vakni með sér og gefi sér nú morgunmat osfv.
Það er nú ekki erfitt að vakna þegar maður er vakinn með rembingskossi frá sætalíusi.
Eftir smá Simpson áhorf og Simpson PS2 leik er haldið af stað í bíltúr sem endar niðrá tjörn til að gefa öndunum og öðrum fuglum þó ekki mávunum því Ingi Þór þolir illa máva þeir eru ljótir, hávaðasamir, frekir og stela gjarnan frá litlu fuglunum og Ingi Þór gargar á þá á móti og hypja sig annað og grýtir brauðinu í áttina að þeim og vonar svo innilega að þeir verði hræddir og fari, Pabbanum er skemmt enda þolir hann illa máva sjálfur.
eftir að hafa gefið hungruðum fuglunum er haldið af stað og uppí Smárabío þar sem Brettinn Upp verður fyrir valinu hjá Inga eða Surfs Up eins og hún heitir á frummálinu og við förum á hana með isl tali og myndin var góð að hans mati og þolanleg að mínu mati.
eftir bío og popp og kók er haldið heim til afa og ömmu í heimsókn og svo er Inga skutlað til Mömmu sinnar.
Já svona ósköp týpiskur pabbahelga dagur hjá okkur í dag ekki satt hehe
Á Laugardaginn screenaði ég myndina hennar Guðný Laxness Veðramót og verð ég að segja að hún er líklegast næst besta myndin hennar rétt á eftir Ungfrúin góða og húsið.
Það er gaman að geta mælt með báðum íslensku kvikmyndunum sem nú eru sýndar í bío hvenar gerðist það síðast
Annars hef ég verið að hlustaum helgina mikið á Nýja diskinn með Fitty Cent eða 50 cent eins og flestir þekkja hann en diskurinn heitir Curtis en það er alvöru nafn hans Curtis Jacksson diskurinn er mjög góður fyrir þá sem hann fýla en þeir sem ekki hafa fýlað 50 cent ættu að sleppa honum enda er hann að gera svipaða hluti með fullt af rægum gestasöngvörum og röppurum til dæmis Mary J Blige , Akon , Justin Timberlake og Timbaland , Young Buck , Robin Thickie , Eminem, og Tony Yayo.
Ingi niður á Tjörn , rétt eftir að hann hafði sagt , pabbi það er sól og rigning hvað er að veðrinu
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Hehe hvað er að veðrinu. Er nú bara sammála honum þar
Bryndís R (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:12
Góður dagur hjá ykkur - engar endur fengu eitt eða neitt frá mér eða mínum í dag. Mínir kvenmenn á heimilinu fengu alla mína athygli um helgina, ásamt því að það var farið í kaffi til mömmu í dag.
Svo var fjörfiskur í auganu mínu ...
Já, hann Doddi fer úr einu í annað.
Bestu kveðjur til þín, Ómar, úr norðrinu.
D.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:28
Takk fyrir það Lísa mín
já meikaði fullkomið sense hjá honum þetta með djö veðrið Bryndís
Góður Doddi þessar elskur verða að fá alla þína athygli og kaffið hefur nú verið gott hjá mömmu þinni trúi ég , hvað er með fiskinn í auganu marr
Já úr einu í annað er mitt aðalsmerki kallinn minn
Takk fyrir hlýjar kveðjur að norðan og sendi þér hlýrri kveðjur hérna að sunnan
Ómar Ingi, 9.9.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.