Auglýsing fyrir dansfíkla

Það verður margt spennandi að gerast í þættinum á laugardag.

Við fáum President Bongo úr Gus Gus og Tómas R. Einarsson í heimsókn en þeir ætla að frumflytja fyrir okkur nokkur lög af væntanlegri remix plötu með Tómasi.  Þar eru aðilar eins og  Moonbootica, Gus Gus, Jack Schidt, Mark Brydon og fleiri að vinna með lög frá Tómasi og er óhætt að segja að þetta sé ein af mest spennandi remix plötunum í langan tíma.! Við tökum þá félaga í stutt spjall einnig þar sem þeir segja okkur allt um þessa plötu.

Við verðum með meira íslenskt því við munum spila nýja lagið frá fjórmenningunum í Sometime ásamt því að taka stutt spjall við Danna, einn af meðlimum sveitarinnar.

Annað nýmeti verður einnig í boði ef tími gefst til og heyrum við þá í flytjendum eins og  Cut Copy, Rodion, Comanechi, Axwell, Sebastian Ingrosso og að sjálfsögðu eitthvað af þeim lögum sem að voru á Party Zone listanum um síðustu helgi.

Svo er aldrei að vita nema að ein múmía vakni til lífsins og láti í sér heyra og sitthvað fleira.

Við minnum alla á Kitsune partýið á föstudag (31. ágúst) á Gauknum þar sem Gildas og Masaya, eigendur Kitsuné útgáfunnar í Frakklandi, verða aðalnúmerin ásamt Jack Schidt & Yvonne Coco, DJ Casavona og Steed Lord.  Vægast sagt gott partý í uppsiglinu þar!

Kveðja,
Helgi & Kristján
Party Zone
Öll laugardagskvöld milli 19:30 og 22:00 á Rás 2
pz.is
myspace.com/mypartyzone
PZ podcast

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband