Koma svo FRAM arar

 

 
Í kvöld mætast FRAM og Keflavík á Laugardalsvellinum kl. 20:00. FRAM liðið hefur leikið stórskemmtilega í síðustu tveimur leikjum og skorað í þeim 6 mörk. Keflavík hefur hinsvegar hefur gengið frekar illa undanförnu og töpuðu fyrir Valsmönnum í síðasta leik.

Staðan á leikmönnum FRAMliðsins er ágætt að mestu leyti. Sá eini sem er tæpur er Hinrik Eggerts sem fór mikinn í síðasta leik liðsins á móti HK. Óðinn Árnason er mættur aftur eftir leikbann. Það er samt ekki búist við því að Óli Þórðar geri margar breytingar á byrjunarliðinu og jafnvel mögulegt að keyrt verði áfram á sömu vörn og hélt hreinu í síðasta leik.

Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn í kvöld og styðja strákana, því það er gríðarlega mikilvægt að fá 3 stig út úr þessum leik.

ÁFRAM FRAM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AAAAAAÁÁÁFRAM!!! FRAM!!!!!!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Ómar Ingi

Áfram FRAM og áfram FRAMAR var öskrað það hefur ekki verið svon amikil stemming lengi og trommar mættir hjá okkur með söngva og ég er hás , þetta var nú meiura baslið en ég er sáttur við eitt stig þar sem við þurftum að spila á móti dómaranum líka hann tók af aukur víti og aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og alli vafa dómar féllu Kef í vil.

AAARRRRGGGG

En voða voða gaman Takk Lísa dúllan mín þú ert yndisleg og Jenni er hjátrúafullur og og þorði ekki að mæta vegna þess að FRAM á það til að vinna þegar við mætum ekki , en reum reyndar búnir að afsanna þessa kenningu okkar beggja en hann þorði ekki að taka sénsinn

Doddo ég ÖSKRAÐI mikið fyrir þig líka og dómarann í sturtu og allan pakkann. Það var eitthvað barn sem horfði mikið á mig voða undrandi en þegar ég skoðaði barnið betur þá var þetta bara einn Vísarinn

Ómar Ingi, 30.8.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 31.8.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband