Bangsarnir þrír og fyrirtíðaspennan!

Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr
rekkju einn daginn.
Bangsi litli tölti inn í eldhús, settist við morgunverðarborðið, leit
ofaní litlu skálina sína og sá að hún var tóm. "Hver hefur borðað
grautinn minn?" spurði hann, ámátlegum rómi.
Bangsapabbi leit ofan í stóru skálina sína og sá að hún var líka tóm.
"Hver hefur borðað grautinn minn?" urraði
hann.

Bangsamamma leit upp frá eldhúsbekknum og sagði:
"Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegnum þetta?

Bangsamamma vaknaði fyrst allra.
Bangsamamma vakti ykkur hina.
Bangsamamma hitaði kaffið.
Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma
lagði á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann
og gaf kisu að éta og drekka.
Bangsamamma fór út og sótti blaðið.

Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru
trýnum  við morgunverðarborðið...
hlustið vel, þetta  segi ég bara eitt skipti í viðbót:



 


""ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!""

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband