10.8.2007 | 16:17
Selfossbíó skiptir um eigendur
Nafni Selfossbíó verður breytt í Sambíóin Selfossi og verður þar með fimmta kvikmyndahúsið sem rekið er á Íslandi undir nöfnum Sambíóanna. Engar stórvægilegar breytingar verða gerðar á kvikmyndahúsinu á næstunni enda litlu hægt að bæta við annars stórglæsilegt hús. Vonast þó Samfélagið til þess að geta boðið enn betri þjónustu við kvikmyndaáhugafólk en verið hefur. Félagið hlakkar til að takast á við reksturinn í þessu ört stækkandi bæjarfélagi og býður íbúa Árborgar og nágrenis velkomið í eitt allra besta sýningarhús landsins.
Það er margt í gangi hjá SAM því þeir hafa nú sett upp Digital sýningarvél í Mjóddinni/Álfabakka eins og þeir hafa verið með í Kringlubíó.
Í næstu viku verður síðan hafist loksins handa á nýjasta bíóinu þeirra í Grafarvoginum samtengt Eigilshöllinni. Einnig stendur til að byggja nýja sali við Mjóddina.
Það er kraftur í SAM veldinu hans Árna og fjölskyldu sem þann 2 mars á þessu ári fagnaði fyrirtækið þeirra 25 ára afmæli sínu en akkúrat þá byrjaði Bíóhöllin sýningar sem nú er kallað Sambíóin Álfabakka.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
hva er þetta auglýsing?????
Halla Rut , 10.8.2007 kl. 19:10
Nei, meira svona fréttatilkynning , ég er að standa mína plikt í að vera fyrstur með fréttirnar fyrst að Moggin er alltaf með að minnsta kosti þriggja daga gamlar fréttir
Ómar Ingi, 10.8.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.