Selfossbíó skiptir um eigendur

Samfélagið ehf, sem rekur Sambíóin um land allt hefur keypt rekstur Selfossbíó.  Selfossbíó var opnað þann 11.desember 2004 og er allt hið glæsilegasta, enda var engu til sparað við standsetningu húsins og þess gætt að gæði og þægindi yrðu eins og hvað best gerist í kvikmyndahúsum í heiminum í dag. Kvikmyndahúsið er staðsett í viðbyggingu Hótel Selfoss sem sést á hægri hönd um leið og komið er inn í bæinn.  Í bíóinu eru tveir glæsilegir salir, með nýjum og þægilegum sætum, miklu rými fyrir fætur ásamt góðum halla á milli sætaraða. Auk þess eru 2 hjólastólapláss í hvorum sal. Mynd og hljóðgæði eru eins og best verður á kosið, og þeir eru báðir með Dolby Digital hljóðkerfi. Með þessum kaupum hefur Samfélagið enn bætt við framboð sitt á sýningarsölum en fyrir rekur félagið Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og á Akureyri, ásamt því að framkvæmdir eru hafnar við byggingu glæsilegasta kvikmyndahús landsins við Egilshöll í Grafarvogi og er stefnt á að opna það hús á næsta ári. 

Nafni Selfossbíó verður breytt í Sambíóin Selfossi og verður þar með fimmta kvikmyndahúsið sem rekið er á Íslandi undir nöfnum Sambíóanna.  Engar stórvægilegar breytingar verða gerðar á kvikmyndahúsinu á næstunni enda litlu hægt að bæta við annars stórglæsilegt hús.  Vonast þó Samfélagið til þess að geta boðið enn betri þjónustu við kvikmyndaáhugafólk en verið hefur. Félagið hlakkar til að takast á við reksturinn í þessu ört stækkandi bæjarfélagi og býður íbúa Árborgar og nágrenis velkomið í eitt allra besta sýningarhús landsins.

Það er margt í gangi hjá SAM því þeir hafa nú sett upp Digital sýningarvél í Mjóddinni/Álfabakka eins og þeir hafa verið með í Kringlubíó.

Í næstu viku verður síðan hafist loksins handa á nýjasta bíóinu þeirra í Grafarvoginum samtengt Eigilshöllinni.  Einnig stendur til að byggja nýja sali við Mjóddina.

Það er kraftur í SAM veldinu hans Árna og fjölskyldu sem þann 2 mars á þessu ári fagnaði  fyrirtækið þeirra 25 ára afmæli sínu en akkúrat þá byrjaði Bíóhöllin sýningar sem nú er kallað Sambíóin Álfabakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

hva er þetta auglýsing?????

Halla Rut , 10.8.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Ómar Ingi

Nei, meira svona fréttatilkynning , ég er að standa mína plikt í að vera fyrstur með fréttirnar fyrst að Moggin er alltaf með að minnsta kosti þriggja daga gamlar fréttir

Ómar Ingi, 10.8.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband