Það er hringur í poppinu mínu !!!!!

Dagurinn var alveg ágætur ,  smiðaklúbburinn kom saman í hádeginu í dag á Ströndinni til að fara í Pizzuhladdara og var það góð stund góðra manna sem ákváðu að hittast og gera sér glaðan dag á laugardaginn, já morgun djöfull liður þetta hratt.

Nú eftir vinnu fór ég með Inga Þór í bíó til að sjá Simpsons the movie sem honum þótti mjög góð og mér alveg ágæt.

En þegar við erum að horfa á sýnishornin á undan myndinni , þá byrjar unginn minn að borða poppið sitt og ég er eitthvað að fylgjast með honum og mér til mikillar undrunar sé glitta í eitthvað í poppinu hans og tek það af honum og kafa ofan í poppið og viti menn þar var HRINGUR já kvennmanshringur eftir einhverja unga stúlku sem vinnur þarna í Háskólabío , ég fór niður með þetta og spurði hvort að þetta væri nýtt og bað um nýtt popp og fékk ég það um hæl og Pepsi í þokkabót allt saman í stærstu gerðum svona ásamt fullt af afsökunum frá stúlkunum sem tjáðu mér að hringurinn væri ekki þeirra LoL.

Ekki gerði ég neitt mál úr hlutunum en þarna hefði vissulega geta farið illa ef einhver hefði nú í myrkri hent krumlu af poppi ofan í hálsinn sinn UUGGGHHH.

Vona ég að þetta komi ekki aftur fyrir hjá Háskólabíofólki.

En nú er chill timi hjá okkur feðgum og ekkert gert annað en að slappa af hlusta á góða músik lesa og spilaðir tölvuleikir og kanski ein mynd sett í DVD tækið.

En á morgun er hittingur hjá Smiðaklúbbnum og þá verður GAME

Það er sko nokkuð ljóst Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að þarna sé komin skemmtileg bónorðsaðferð??

Annars finnst mér þetta svakalegt og heppin voru þau að þú varst svona léttur á þessu. Það eru góðir gaurar sem geta tekið þessu svona vel.

-- Minnir mig á það þegar við sex vinirnir (3 gæjar, 3 stelpur) fórum til Danmerkur í fyrra og á restaurant einum var tiltölulega ný stelpa að vinna. Hún færir okkur drykki en gleymir balans á drykkjunum þannig að síðasti drykkurinn rennur niður og steypist allur yfir bakið á félaga mínum. Við hlógum að þessu og hann var með t-bol til skiptanna. Svo kom eftirrétturinn síðar um kvöldið og auðvitað lenti aumingja stelpan í því að hvolfa réttnum á borðið fyrir framan sama strák!! Þetta var bara svo ótrúlega fyndið - en eftir á að hyggja þá hefðum við alveg getað verið brjáluð og leiðinleg við aumingja stelpuna ... pældiðí ef þetta hefðu verið jakkaklæddir bankamenn ...

pældíði að þetta er langt komment!

Pældiðí að nú er ég að fara að horfa á Leon,
pældíði að The Ten gæti verið þrælskemmtileg mynd!


Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já Doddi auðvitað hefði marr getað bilast og heimtað allt og ekkert þarna hjá þessum stúlkum , en hver veit hvað þarna hefur nú komið fyrir en, þar sem engin skaði var skéður og þær lofuðu að passa þetta og láta vita af þessu og rannsaka málið þá er ég sáttur en ég þekki nú menn sem vinna þarna sem yfirmenn og mun láta þá vita af þessu svo að þetta komi nú alls ekki fyrir hjá þeim aftur vegna þess að að næsta maður eða kona gæti nú ekki tekið þessu svona vel og eða þá gæti orsakast slys.

Brotnar tennur og hringur í staðinn fyrir pop , og málsókn í póstinum hehe

Góð saga þarna með vin þinn sem lennti svona illilega í þessari konu sem greinilega hefur verið svona hrifinn eða hrædd við hann hehehe.

Leon er snilld og the Ten nýja myndin eða 10 með Dudley Moore ?

Góða skemmtun og takk fyrir LANGT comment

Ómar Ingi, 3.8.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband