Bænir

Bæn ferðamannsins
   
„Himneski faðir lít í náð þinni til vor þinna auðmjúku hlýðnu ferðalanga, sem eru dæmdir til að ferðast á þessari jörð og taka ljósmyndir, senda póstkort og kaupa minjagripi.“
"Gef oss í dag guðdómlega leiðsögn við val á hóteli þar sem vel er tekið á móti okkur, heitt vatn er í heitavatnskrananum og herbergisþjónusta."
„Gef að vér fáum sjónvarp með mörgum rásum og einhverjar þeirra á máli sem vér skiljum.“
„Leið oss kæri faðir á ódýra matsölustaði með góðum mat, vinsamlegum þjónum og víninu inniföldu í verðinu.“
„Gef oss vit til að gefa passlegt þjórfé í erlendri mynt sem við höfum ekki áttað okkur á, fyrirgef oss að gefa of lítið eða of mikið af öryggisleysi. Gefðu að innfæddum falli við oss fyrir það sem vér erum en ekki fyrir hvað vér leggjum fram til að bæta veraldleg gæði þeirra.“
„Gef oss kraft til að heimsækja söfn, dómkirkjur, hallir og kastala sem ferðabæklingarnir segja ómissandi að skoða.“

„Og ef svo færi að vér slepptum að skoða sögulegt minnismerki til þess að fá oss lúr eftir hádegið þá sýndu oss miskun, því holdið er veikt.“

Bæn fyrir eiginmennina
 
„Kærleiksríki faðir, forða konum vorum frá kaupæði og vernda þær gegn „kjarakaupum“ sem þær þarfnast ekki og hafa ekki efni á. Leið þær ekki í freistni því þær vita ekki hvað þær gjöra!“
 
Bæn fyrir eiginkonurnar
 
„Almáttugi faðir, forða eiginmönnum vorum frá því að glápa á erlendar konur og bera þær saman við oss. Forða þeim fá að gera sig af fíflum á kaffihúsum og næturklúbbum. En umfram allt, fyrirgef þeim ekki syndir þeirra, því þeir vita nákvæmlega hvað þeir gera.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband