Vikan ekki Beckham

Þessi vika er nú búin að líða hratt og var ég með hann Inga minn frá laugardegi til miðvikudags og var sá tími vel nýttur af okkur feðgum í það sem okkur þykir skemmtilegt á meðan við vorum í fríi saman og Oliver eldri sonur minn er nú að spóka síg í sólinni á Mallorca með vini sínum og foreldrum vinar hans ekki slæmt það hann fór út á happy hump day eða miðvikudegi sem við flest köllum hann jú og á fimmtudegi  var hann kominn á MSN og ég sagði við hann "nú bara kominn inn úr sólinni og beint í tölvuna". Nei pabbi minn er á ströndinni með lappann og er í netlausu sambandi, náum að tengjast í gegnum einhvern XXXXX hérna Shiiiiiii.

En svo fór ég í góða heimsókn til Lísu á miðvikudagskvöldið og töluðum við um heima og geima undir góðri tónlist og nokkrum glösum af sódavatni og reyndi hún að koma ofan í mig nokkur kílóum af súkkulaði sem hún fékk gefins af einhverri útvarpstöðinni ,ég gaf loksins undan og fékk nokkrar stangir í nesti Wink.

Fimmtudagskvöldið kom svo Lísa í heimsókn til mín og var haldið áfram að leysa vandamál heimsins nú það var nú bara á meðan ein kvikmynd stóð yfir og svo keyrði hún mig niður á Kantinn á Glaumbar þar sem ég hitti vini mína Snorra Lúður og Gaua Rauða sem voru að fara vinna bala af Bjór í Popquis og var þess óskað að ég kæmi  að aðstoða þá við þá bæði til að vinna þessa keppni og síðan að drekka bjórinn nú ég kom of seint til að aðstoða þá og þess vegna unnum við ekki bala af bjór en enduðum auðvitað á því að kupa okkur alveg BALA af bjór, síðan var farið á annan trúbador sem var á Hverfisbarnum sem ég kalla bílskúrsbarinn en þar var stuð og mikið gaman og Gaui sem var farinn að vagga fór fyrstur heim og svo lokuðum við Snorri Hverfis og fórum svo heim á leið sáttir við menn, áfengi ,trúbadóra og dýr.

Það var svo gott veður að við ákváðum að labba heim, ekkert er betra en göngutúr heim í góðu veðri og góðu íslensku lofti á sumrin Ahhhhh Nice.

Eftir vinnu dagsins í dag, var farið heim og lesin blöðin og hlustað á Blue Lagoon soundtrackið hans Dj Margeir snilldardiskur það og þreytan látin líða úr manni svo grillaði ég kjöt og var búin að útbua ferskt sumarsalat með ég er allur að koma til í þessu kokkeríi og það besta er að það ofboðslega gaman að elda.

Nú er chilli chill time og fylgst með fréttum og öðru eins í TV á meðan flett er yfir bloggið, framundan er kvöld sem getur endað fyrir framan TV eða niðri bæ það kemur bara í ljos á eftir, ég læt það ráðast eftir tilfiningunni.

En Dj Mehdi frá Paris og Dj Marger eru soldið spennó en þeir eru að spila á barnum í kvöld, en þeir verða svo á LUNGA á morgun á Seyðisfirði ég veit ekkert um Seyðisfjörð veit bara að hann er útá landi eins og Hafnarfjörður  Shiiiiiii.

Á morgun er sko þrifið , verslað , gert og græjað og um kvöldið ætla ég að bjóða Lísu út að borða og þá verður sko talað og borðað smá líka sko Wink

Vona að ÉG verði bar ekki svona  "OK enough about you , now lets Talk About ME " við hana Lísu Grin

Góða helgi gott fólk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eða enn verra (undir rós): Ok enough about me. Lets talk about you. What do you think about me.

Ég átti einu sinni heima á Seyðisfirði. Það er víst svakalega fallegur bær. Eða kannski bæjarstæði frekar.

Ommi minn það er brjálað að gera hjá þér í sosial lífinu. En ef þér fer að leiðast þá er alltaf hægt að koma til mín að þrífa, gera og græja.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHA  Jóna já akkúrat svona er ÉG

Já hef bara ekki farið á seyðisfjörð en mér líður illa í hafnarfirði þannig að hætti mér ekkert mikið lengra útá land

Já oft mikið að gera , og ég skal gera og græja hjá þér og þú þrifur og skúrar hjá mér DÍLL ?

Ómar Ingi, 20.7.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHA

Einmitt en var samt of seinn til að bjarga málunum

Hey það varstnú þú sem vrst angandi af svitalykt um daginn, ég er aldrei lyktandi eins og einhver bolur.

Þú færð ekkert knús með svona dónalegheitum

Ómar Ingi, 20.7.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Ómar Ingi

Já þú heldur það já

Ómar Ingi, 20.7.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband