Bíóferð

Sá Death proof áðan QT myndina sem er annar helmingur Grindhouse myndarinnar sem floopaði í USA. Það er auðveldast að lýsa myndinni sem vonbrigði sem QT mynd, en hún er þó ekki alsæm margt verra hefur manni verið boðið uppá, til dæmis Taxi 4, hvað fílfi datt það í hug að setja þann horbjóð á tjöld kvikmyndahúsa Reykjavíkur Skammast ykkar.

Sá Death proof í Háskólabío vegna þess að Laugarásbío sýndi myndina í C sal  Nei takk fer ekki í sal sem er minna en klóssettið mitt Wink  Nei  svona í alvöru talað vegna þess hversu sýningartjaldið er lítið og soundið slappt.  Þurfti ég því að fara í annað bío, framboðið sem eftir var er haskó og Smiðaverkstæðið sem kallast Regnboginn ég valdi vesturbæinn. Þar er búið að loka vegna breytinga lokaðir eru salur 1 og salur 4 en Stóri salurinn var í gangi með Death Proof og ekki er þar tjaldið lítíð.  Gott og vel ekkert skal ég setja útá þetta vegna þess að Used Printin þeirra skipta ekki máli vegna þess að kvikmyndin er full af rsipum og öðrum göllum frá hendi framleiðanda og leikstjórans QT komið Smile Heppnir.

En myndin varð langdreginn ekki var nóg af skemmtilegum línum og atriðum sem einkenna QT sem og að ekki fannst mér nógu mikið gróft ofbeldi sem annars einkennir góðar QT myndir.

En myndin fær 2 og hálfa stjörnu af 4 mögulegum , það getur verið útaf smá QT snobbi í mér Blush

Svo var helv útlendingurinn í byrjun myndar með einhverjar blammeringar á mig í SMS formi. En maður er svo góður við þá sem minna mega sín í þessu lífi, að ég sagði bara já og Amen við hann í einu og öllu

Guð er góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þolinmæði þrautir vinnur allar

Ómar Ingi, 18.7.2007 kl. 21:59

2 identicon

Jæja, þar kom að því að við erum smá ólíkir í einhverju. Var sjálfur að koma af myndinni áðan og fílaði hana vel. Er auðvitað ekki í sama klassa og Reservoir Dogs, Pulp Fiction eða Kill Bill ... en góð er hún samt. Endirinn frábær. Ég gef þessari mynd 8 af 10 ... sem útleggst sem rúmlega þrjár stjörnur á þinn mælikvarða ... 

Flottur hringitónn í myndinni og einnig lögreglufeðgarnir tveir úr K.B.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Ómar Ingi

Sko Doddi

Hún er meira segja klassa neðar en Jackie Brown þessi elska , hann nær ekki að skapa þessa Grindhouse stemmingu finnst mér og myndin nær ekki flugi en á góða spretti vissulega og útkoman í heild alls ekki slæm 2 og hallft kvikindi er ekki slæmur dómur fyrir þessa ræmu.

Já gaman að sjá Kill Bill dæmið sem þú telur upp en aftur á móti ógeðfellt að sjá vin hans Eli Roth þarna að skemma fyrir Dead bila fyrirtækinu hans Jónsa USSS

Ómar Ingi, 19.7.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband