15.7.2007 | 22:10
Einhverfan og enska
Ingi Þór er að fara á kostum hérna hjá mér þessi 9 ára gamli Ódæmigerða einhverfa elska.
Ég þarf að gefa ykkur dæmi hvernig hann talar og hegðar sér.
í göngutúr í góða verðrinu samkjaftaði hann um sýnishorn eða TRAILER eins og hann og fagmenn kalla það og það var trailer 1 af Ingi Thor The Movie og trailer 2 og trailer 3 þetta setti hann saman á no time eins og hann myndi orða það.
Já þvílíkar slettur , ég veit að ég er engin íslenkufræðingur og agalega slappur í stafsetningu osfv en Ingi Þór talar orðið á ensku tja hérna hér og ég er að reyna passa að hann bara tali islensku.
En OK þegar heim var komið eftir Dinner hjá Ömmu og Afa þá var farið í tölvuna NEMA HVAÐ og svo var hann að biðja mig að skipta úr xbox yfir í PS2 og yfir í DVD þið vitið scart dæmi og þá varð ég eitthvað pirraður í síðasta skiptið og bað hann nú að ákveða sig og svo heyri ég ekkert frá honum né nokkurt hljóð í myndinni , þá fer ég að kíkja á hann og sé að hann er voða mikið hugsi og frekar dapur og ég segi hvað er að ? Sko það er ekkert hljóð en þá í fimm mínutur eða svo var ekkert hljóð en þessi elska ætlaði ekki að trufla pabba sinn meira Awwww (hjartað) ég kom því í lag og bros birtist takk pabbi minn og ég fullur af samviskubiti gagnvart syni mínum verðlauna hann með að koma óvænt með snakk og kók til hans eftir þetta ævintýri okkar og þá heyrist í Inga Þór " Ohhhh PABBI FIRST YOU MAKE ME SAD AND THEN YOU MAKE ME SO HAPPY " Thanks Dad og rembingskoss fylgdi með.
Samviksubitið mitt minkaði um allan helming og bros færðist yfir mig allan þetta er lífið mitt.
Hérna er dæmi um enskuna
Pabbi im seriously looking forward to MALLORCA
Jæja Ingi eigum við ekki að tala íslensku núna og Ingi svarar Audda pabbi minn Of Course
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Jú Jú Þetta er alls ekki neitt einsdæmi.
Þú veist
Ómar Ingi, 15.7.2007 kl. 23:46
Bíddu bíddu. Vissi ég að þú ættir strák með einhverfu? Greinilega ekki. Þetta eru skemmtilegustu börn í heimi held ég.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 23:54
Jú þú ættir að vita það dúllan mín , en þegar svona mikið er skrifað af mörgum þá hlýtur margt að gleymast osfv.
En já held að það sé rétt að þessi börn okkar séu þau óborganlegustu þar að segja skemmtilegustu
Ómar Ingi, 15.7.2007 kl. 23:58
Ég á frænda sem er einhverfur. Hann er 18 ára og hefur bara talað ensku síðastliðin 2 ár. Þetta er alveg merkilegt. Það hafa komið margar kenningar af hverju en mín er að hann geti með þessu útilokað sig aðeins frá umhverfinu og fólk verður ekki eins kröfuhart á hann að hafa samskipti. Einnig gerir þetta hann svolítið merkilegan þar sem sumir tala ekki ensku eins og t.d.amma hans og litli bróðir. Einhverfir með fulla greind gera sér fyllilega grein fyrir fötlun sinni og gerir þetta þá framar í einhverju. vinkona mín á dreng sem er með mjög sjalagæft þroskafrávik og er hluti þess einhverfa en hún er á lágu stigi. Hann er nú samt farin að tala bara ensku aðeins 6 ára gamall.
Sonur minn talar að hluta ensku en það er nú af því að við bjuggum í UK. Svo er enskan miklu auðveldari enda átti hann miklu auðveldara með að læra hana heldur en Íslensku.
Hvernig væri að stofna blogg síðu um einhverfu?
Halla Rut , 16.7.2007 kl. 13:11
Gott comment hjá þér Halla eins og svo oft áður.
Já þetta er soldið skondið hvernig þessar elskur búa sér til sinn eigin heim og það með erlendu tungumáli og fuðrulegt til þess að vita hversu skilningurinn er orðinn mikill og tilfiningin fyrir nýjum orðum furðu rétt oft á tíðum , til dæmis er hann að farast úr spenningu til að komast til Mallorca til að tala ensku við spánverjana hehe.
Já varðandi enhverfu blogg tja það er án efa margt vitlausara.
Góðar kveðjur og bið að heilsa Agga.
Ómar Ingi, 16.7.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.