Skítugt í Hafnarfirði

Kæra Dagbók

Nú hef ég ekki skrifað síðan á fimmtudag og mun ég nú bæta upp fyrir það með skrifum til dagsins í dag.

Nú fimmtudagurinn var svona ekta sommer sommer tími og hittumst við eftir vinnu ég og Snæi vinur alveg GULLFALLEGIR og sóluðum okkur á svölunum í Mýrinni og skáluðum í ísköldu hvítvíni og töluðum eins og finnskar kjaftakellingar um allt og ekkert þó aðalega ekkert eða jafnvel minna en það. Nú svo bættist í hópinn annar gullfallegur drengur að nafni Jenni og er hann FRAMari líkt og ég og ætluðum við að fara á leikinn kr - FRAM og var mæting klukkan 18.00 úti Mýri í FRAM heimilið til að stappa saman mannskappnum éta pulsur og drekka kók og klæðast bláum bolum. Svo var haldið á leikinn og ég náði að draga Snæa KR ing með mér í helbláa rútuna fulla af yngri flokkum FRAM syngjandi og trallandi og ég sé ennþá svipinn á Snæa fyrir mér HAHAHAHA Kallgreyið eða svo hélt ég fram eftir kveldi.

Við mættum á þennan völl þarna í frystiklefanum í skjóli dauðans og létum við í okkur heyra svo vel að Snæi drap lítið rauðhært hjarta og þóttist drengurinn sofa en var auðvitað eyðilagður yfir sorglegri staðreynd sem Snæi hafði öskrað í eyrað á honum Óvart reyndar (Þetta kallast að taka Ófeig).

Nú við FRAM skoruðum og vörum miklu betri og fallegri auðvitað allan leikinn en allt kom fyrir ekki lukkan hafði betur í svart hvítum gölluðum Bros bolum já Kr vann það var svo mikið sjokk að ég var orðlaus í svona 2 mínutur og svo frekar fúll í svona 3 mínutur en bún að jafna mig síðan rétt svo Snæi pissaði í buxarnar af gleði og öskraði og söng Bubba og lét öllum illum látum.

Já ÖMURLEGT ég óskaði jonum til hamingju og hann hlóð sínum ógeðslega KR hroka já þeir eru vibbi , við tókum rútuna aftur í Mýrina og Jenni skutlaði okkur niðrá Kantinn á Glaum og þar tók við drykkja með Kidda Tomm og Gumma og Dóra allir Fylkismenn nema Kiddi Tomm sem er FRAMari. Við fórum út og hittum Fúsa Handboltatröll og Erp var hann ekki að reyna rappa um árið greyið hann er allavegi plastpoki úr Kópavogi.

Þaðan fórum við á Hressó og þaðan á Vegamót þar sem KR liðið var og var varla líft þar vegna hroka og slæmri lykt af þeim sem endaði með heimför minni þetta var ekki hægt lengur.

Föstudagur

Var chill dagur eftir bío í hadeginu Licence To Wed þá var unnið og unnið svo haldið heim. Og fór ég ekki úr  húsi þann daginn , En fékk besta vin minn í heimsókn og saman höfðum við það cosy og horfðum á DVD og höfðum það gott.

Laugardagur vaknaði við SMS frá Snæa , mæting klukkan 12.00 hjálpa að flytja

JAAAAAAA Gaman að því   NOT og sól úti Cool

Ég mæti auðvitað á svæðið að hjálpa þeim skötuhjúunum Soffu og Snæbirni og það var fólk byrjað að flytja í bílunum sínum fyrir þau enda eru þau að flytja á þrjá staði !!!! MEN.

Já þau eru að byggja í Skítafirði og er það fyrrverandi maðurinn hennar Soffu sem við skulum bara kalla Fjólar sem er að byggja allt skakkt og hallandi , hvað er Snæi að pæla !!!. Hann er búin að truflast þarna uppi enda svo nálægt sólu og álversmengun í þokkabót.

Jæja en þetta er víst þeirra mál, er mér sagt, þannig að so be it. Ég og Kiddi Tomm erum agndofa yfir skipulagsleysi þeirra hjóna (soon 2 Be) varla ætla þau að eignast bastarð , já við höfum oft flutt fyrir fólk en þetta var CHAOS ekkert merkt og engin að skipa fyrir og engin vissi neitt en með ótrúlegi yfirvegunn og dugnaði okkar Kidda þá græjuðum við þetta allt saman fyrir þau og þá var komið að því að flytja þungu hlutina og þá kom í ljós þessi líka óþrifnaður að ég hef bara ekki séð svona lagað síðan í þáttunum með Heiðari þegar þau voru að þrifa MJÖG SKÍTUG hús og íbúðir þetta var ógeðslegt og settum við kiddi upp hanska og áttum við ekki orð yfir þessum óþrifnaði í henni Soffiu og það var alveg sama hvar var tekið svoleiðis drullan og skíturinn og matarleifar bak við hluti og ofan á skápum og mér verður bara óglatt að tala um þetta , já Sammastu þín Soffía´, ég er Bacelor einn og hér er allt svo vel þrifið að hægt er að éta á gólfinu og ekkert ryk að finna nein staðar enda þríf ég reglulega.

Nú ég flutti fyrir soffu alla 50052 skó hennar sem flestir voru ónýtir og allvega fyrir langa löngu dottnir úr tísku enda hefur fólk í hafnarfirði skrítinn smekk Cakwalk anyone HALLO Eineltisföt fyrir krakka. Flutti nokkra tugi af slíkum ófögnuði.

En allt hófst þetta og Soffa skammaðist sín svo mikið fyrir allan skítinn sem við Kiddi og aðrir góðhartaðir hjálparar þurftum að vaða í ,að þau buðu okkur í grill útá nes um kveldið, já matur og drykkir í boði husseins (þið skiljið)

Eftir að ég var búin að þvo af mér allan skítinn eftir flutingana var haldið útá nes í grill og mætti Tobbi JR hva a ske er búið að flytja ??? humm er Grill já ég mæti , jamm Trúðurinn sjálfur og núverandi OFURpabbi já hann er búin að barna hana Auði aftur og ég skil það ekki hvenar gerir hann það , hann er aldrei heima hjá sér (DNA) og hann hélt smá atriði það atriði entist allt kvöldið Nonni engum líkur nema kanski sjálfum sér.

Snæi tók smá AATTSJÚ en engin spiderman núna bara KÖGGULL , jæja Snæi spurning um að fara hætta að dæla upp í nefið núna.

Kiddi T kom með börnin og fór fyrstur auðvitað heim með börnin í háttinn og svo kom Ásgeir frændi hans Snæa og kom hann með vin sinn og Snæi gaf þeim Saltfisk víski en það fæst í Apótekum í Skotlandi.

Nú svo var ég sóttur af Unnsa og Betu til að fara á djammið á REX það er búið að breyta staðnum soldið en er ennþá sami gamli REX. stutt stopp þannig séð og svo heim.

Dagurinn í dag maraþonganga útá nes að ná í bílinn og heim í chillið

Hafiði það sem allra best elskurnar mínar .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gat nú verið, ætlar þú að fara böggast í mér líka

Hey eg er tískulögga allstaðar nema í 101 er með það skjalfest frá Svavari.

Er smá forvitinn

Hrauna hvað er ég einhver byggingarverktaki eða ?

Skór eru mínar ær og kýr og föt líka sko

Já kallinn er sko flottur núna þessi aflitun er sko alveg að gera sig Beckham watch out

Ómar Ingi, 3.7.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband