Dagurinn / Að taka sitt eigið líf

Dagurinn byrjaði yndislega sólin sleikti okkur feðga í framan og var auðvellt að vakna við klukkuna þegar hún hringdi og Ingi var fljótur að segja góðan daginn pabbi minn og þá byrjar sko dagurinn með stæl og allt fer af stað, Ingi fór í sumarskólann á svokölluðum sumardegi og prógram dagsins verulega veglegt að hans mati og ánægður varð hann með daginn þegar ég sótti hann. En í hádeginu gerði ég og Úlli okkur hádegið að sólarhádegi og fórum á Cafe Oliver til að fá okkur gott í gogginn í sólinni þar bakvið og hitti ég þar vin minn hann Erb (Mega) úr Steed Lord bandinu han sog konu hans Svölu Björgvins og bræðra hans tveggja og eru þau að gera góða hluti í músik og fatagerð svo eitthvað sé minnst á og töluðum við útí eitt í hádeginu og svo var farið aftur í vinnuna með trega í svona veðri.  Svo var farið að ná í guttan í sumarskólan að vinnudegi loknum og farið með hann heim og beðið eftir að Fluffan móðir hans næði í hann og þegar hún kom fékk ég kossa og BIG HUG frá Inga Þór fyrir góðan tíma saman með pabba gamla og GOODBYE var sagt já nokkuð örrugt að hann var á förum hehe kallinn minn.

Nú ég átti stefnumót við Snæbjörn vin minn á Ruby í skipholti í sólinni fyrir framan til að loka deginum með einu hvítvinsglasi og hittum við þar menn á borð við Dodda Mob Boss , Tottenham Glaumbar vin okkar og Prezident Bongo kom seinna á borðið hjá okkur.

Svo var það heim að grilla og sóla sig á svölunum í Mýrinni að lesa bókmenntir jamm svaka menning í gangi hjá kallinum.

Fékk sms frá Amsterdam þar sem Tobbi var búin að sjá Ben Stiller myndina Heartbreak Kid á Showest Europe og sagði að hún væri Something About Mary comeback fyrir Farelli  og þessi yrði algert HIT.

Nú að sálfræði málum mínum þá fékk ég staðfestar fréttir mínar af Sjálfsmorði kunningja míns um helgina sem átti heima erlendis og neitaði ég að samþykkja þær nema í huga mínum nema hvað það sökk inn í dag , hann var dáinn og hafði tekið sitt eigið líf.

Fyrir nokkrum árum síðan hefði ég dæmt hann hart fyrir að vera svona sjálfselskan og mikið eigingjarnan  að taka sitt eigið líf.

Í dag hef ég mun meiri skilning á slíkri hegðun vegna þess að þetta getur komið fyrir okkur öll , ég vil meina að öll á einhverjum tíma lífs okkar hugsum við um að stytta okkur aldur.

En það er flest okkar sem hugsa það á unglingsaldri óþroskuð, og fljótfær í mikilli bræði hugsum við svona lagað en svo er aldrei mikil mening í þeim hugsunum okkar að ég tel.

En því miður föllum við sum okkar dýpra og það á öllum aldri, en stundum erum við kominn á slæman stað í lífi okkar , það getur verið fjármál , makar , áfengi , eiturlyf , og svona mætti lengja telja.

En stundum virðast okkur öll sund lokuð , allir á móti okkur , ekkert til að gleðjast fyrir , ekkert til að lifa fyrir og þegar á svona DIMMUM stundum er fyrir okkur komið, þá bjarga okkur einu sinni ekki börnin eða foreldrar né makar eða vinir, kanski er þetta fljótfærni og gert í áfengisbræði eða dópi. En það þarf sko ekki alltaf til , ég var fyrir alls ekki löngu þarna sjálfur og villdi ekki halda áfram ,Ég sá ekki tilganginn , annaðhvort fannst ég mér ég vera búin að gera svo margt rangt á aðra eða ég vera að valda öðrum svo mikilli óhamingju, mér fannst ég kominn á núllpunkt ,mér fannst svo markt,  var kominn á slæman stað, og hugur manns getur leikið sér að manni , þú heyrir í tónlist það slæma og þú sérð í kvikmyndum og sjónvarpi það slæma sem segir þér að gera það sem þú ert jafnvel að hugsa og svo slæmt var það, að ekki framkvæmdi ég bara hlutina í huganum, heldur var ég búin að ákveða þennan ógnarhlut að taka mitt eigið líf og gera ráðstafanir og sjálfselskur er ég þannig að ekki var það vandamálið en kanski er ég ekki nógu fljótt já kanski ekki nógu fljótfær, eða hvað það var þessa nótt áður en að átti að verða, þá gat ég ekki komist yfir hugsunina um strákana mína.

Þeir stöðvuðu allt saman ég svaf ekkert þessa nótt og hugurinn var sem vifta á fullum snúning og eitthvað gerðist hjá mér sem ég get ekki endilega skýrt, en eftir þessa nótt þá fóru hugsanir  og  tónlistin að hljóma jákvæð og í sjonvarpi og kvikmyndum var allt jákvætt.  Já eins og nýtt prógram væri komið í kollin minn.

MIND CAN PLAY A TRICK ON YOU

Þetta var djöfullegur tími og við göngum öll í gegnum miserfiða tíma og misgóða tíma en í guðana bænum hugsiði áður en þið framkvæmið , ég veit að ég hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér.

En ég get ekki dæmt fólk hart sem þetta gerir, eftir mína upplifun og svo seinna upplifði ég þetta allt saman enn sterkar þegar einhver Engill sendi mér vin sem hafði lent í því að þurfa horfa uppá sinn maka hafa tekið sitt eigið líf og koma að makanum dánum  og þegar mér var sögð sagan þá tja ég get ekki útskýrt það en það var ótrúleg upplifun.

Átti þetta allt saman að gerast hugsaði ég, átti ég að halda áfram ...

Það kemur í ljós

Hugsið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi heimur getur virst ansi grimmur stundum, og það er satt hjá þér held ég að mjög margir hugsa einhvern tíma á lífsleiðinni um að sitt eigið líf eigi að enda. Þar á meðal er það ég. Ég gekk í gegnum tímabil þar sem mér fannst ekkert ganga upp hjá mér, allt var á móti mér, ég var farinn að missa hárið allverulega og nákominn ættingi dó - einhver sem ég hélt að yrði klettur í mínu lífi í langan tíma í viðbót ... ég man eftir því þegar ég var í partýstandi og fór á skemmtistað á þessum tíma, tvær stelpur brostu til mín og ég túlkaði það auðvitað á hinn versta veg, að ég væri hlægilegur og hljóp út og snöktandi á leiðinni heim.

Svo fór ég til sálfræðings í nokkur skipti og það er engin skömm í því, heldur algjör lífsbjörg fyrir mig, og í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir allt sem ég á. Ókei, ég á ekki ennþá líffræðileg börn en þau koma, ég á yndislegar fósturdætur, ég á æðislega unnustu ... er í frábæru djobbi og á góða vini og ættingja. Svo er það líka þannig að ef ég sé dömur brosa til mín ... þá er það út af því að ég hlýt að vera svona helvíti handsome

En þörf hugleiðing hjá þér ... og ég segi eins og Lísa: að vera jákvæður er lykillinn að öllu (ja, alla vega svo mörgu). Veit ekki hvernig körlum líður með knúsum sín á milli ... en ég sendi þér kærar kveðjur og firm manly handshake!

By the way, þú lítur helvíti vel út með Lucy Liu þér við hlið!! Bestu kveðjur að norðan!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband