Laugardagur til lukku

Við vöknuðum snemma í mörgun feðgarnir og fórum þá á stjá enda sólinn búin að vekja okkur og Ingi villdi beint í morgunmat og það gerðum við skveruðum morgunmat í okkur og gerðum okkur ready fyrir NBA Live í PS2 sem er alveg að gera sig hjá Inga núna og svo um klukkan 11 hafði ég hann út með mér í leiðangur fyrst niðrá tjörn að gefa öndunum og það var sérstaklega gaman núna því þeir voru svangir.

Svo í körfubollta í Langholstsskóla og Ingi sýndi listir fyrir stráka sem eru líklegst frá tékklandi og eru á einhverju móiti hér og sofa í Langholltsskóla á meðan en þeir sá Inga henda af löngu færi með einni hendi og klöppuðu þeir allir þegar þeir sáu þetta og Ingi Þór sagði auðvitað hátt og snjallt "THANK YOU VERY MUCH" , og sagði svo við mig  "i guess they like me" LoL

þetta þótti mér lítð fyndið eða þannig og eftir góðan tíma í sólinni í körfu þá villdi hann fara róla aðeins þarna rétt fyrir neðann og það gerðum við, svo fórum við í Bónus að versla Ingi valdi sér svaladrykki og snakk og ég verslaði rest. Við ákváðum að hafa pizzur í matinn og keyptum tilbúnar margrrita pizzur og álegg til að setja ofan á þær í kvöld og ætlum að grilla þær.

Eftir þetta var beðið um að líta við í BT búðina en við vorum þær í gær Ingi sagði ég og þá heyrðist PAABBII og ég snéri við á punktinum og fór í BT búðina með drenginn.

Svo var haldið heim og gengið frá sett í vél ryksugað og tekið smá já bara pinku pons til og þá var farið aftur út í labbitúr í góða veðrinu en stuttan af því að Ingi Þór er kvebbinn ennþá, en semsagt samt fullt af útiveru sem er gott fyrir okkur báða.

Svo villdi litli fara heim að horfa á Cartoon network og Disney Channel sem úr varð og sólin kominn á svalirnar og lestur tók við hjá mér í sólinni á svölunum og horfandi uppúr bókinni á litla geimsteininn minn hann Inga horfandi af innlifun á Sccoby Doo osfv.

Svo gerðum við pizzur saman og Ingi setti upp Kokka húfuna sína og græjaði pizzuna sína alveg sjálfur og það með stæl , myndir koma seinna.

Við erum semsagt í rólegheitunum núna og hann horfandi ennþá á TV ið ég bara kemst ekki að og svo er verið að biðja mig ítrekað að koma útá lífið og ætla ég nú að sjá til með það en hann Ingi  gæti komist í pössun hjá Ömmu og Afa og það svona rétt fyrir háttinn, þannig að ef ég næ snemma í hann, er hann basicly að sofa þar punktur sem er betra finnst mér

Hann er núna kominn í Pirates 3 á PS3 og skemmtir sér hið besta.

Það sem ég færi að gera er að hitta vini mín á dansa meira kveldi á barnum A la PZ kvöld , þið hafið séð það auglyst hér á blogginu mínu.

En annars blogga ég án efa um framhaldið hér á morgun

Góðviðrishelgarkveðja

ÓF.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur laugardagur hjá ykkur feðgunum. Það sem ég hef afrekað sjálfur í dag er að hjóla í hádegismat hjá mömmu og þangað kom litlibróðir líka (hann er 2,02 á hæð sko...), og þar er dekrað við okkur: ég fékk blómkálssúpu og Stebbi grjónagraut. Síðan kíktum við bræðurnir á afa á Hlíð og ömmu á eftir (sem er í tímabundinni legu á sjúkrahúsi) og Stebbi þurfti að skila bílnum sem hann var á, en vinur hans og íbúðarfélagi til nokkurs tíma - Hreiðar landsliðsmarkvörður í handbolta - þurfti á honum að halda. (Annars eru þeir félagar stórkostlegir saman - gaman að þeim - en það er önnur saga ... ) Snöggur endir á flottu og löngu hádegi. Svo var hjólað heim, þveginn þvottur, keypt nammi í Hagkaup og búinn að horfa á nokkra sjónvarpsþætti og var að klára Matador eftir Pedro Almodóvar. Fer væntanlega í seinni Bourne og Aeon Flux í kvöld. Tilviljun ein að þær skuli vera báðar frá SAM... Góða helgi og góðviðriskveðjur að norðan.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki slæmur laugardagur hjá þér sjálfum Doddi

Já og góðviðriskveðja úr Mýrinni hér er alger steik og ekki séns að AEY sé með betra veður en hérna.

Auðvitað ertu að horfa á DVD frá SAM annað er bara til að Núllstilla smekkinn

Reyndar var Matador í góðu lagi ég er Almodóvar vifta

Hilsen 

Ómar Ingi, 24.6.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jæja! hvað gerðist í gærkvöldi. Details please.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hva bara forvitinn Jóna mín

Já ég blogga um það á eftir í einhverju formi allavega kanski Ellý formi hitti eina 16 ára sem vinnur há Garðlist.

NOT

Ómar Ingi, 24.6.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband